Skip to main content

Golfkennsla 2019

| Blogg | No Comments
Starfsmönnum Umslags var boðið í golfkennslu í Básum í sumar við mikla hrifningu. Farið var yfir helstu grunnatriði golfsveiflunnar og rétt grip kennt. Mikil ánægja var hjá öllum og af aflokinni kennslu var farið í golfskálann hjá GR og snæddur ljúffengur hamborgari.

Fjölhæfur vinnuþjarkur

| Blogg, Framleiðsla | No Comments
Nýlega tókum við í notkun glænýja prentvél sem prentar sem áður á umslög en einnig á bréfpoka, pappakassa, "búblu" umslög o.fl. Hægt er að taka stór jafnt sem smá upplög.  Fyrir nánari upplýsingar hafið samband í síma 533 5252.

Árshátíð Umslags

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Annað hvert ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Brighton í Englandi fyrir valinu. Lagt var af stað á fimmtudagsmorgni og flestir komu sér þá vel fyrir á hótelinu og áttu svo frjálsan tíma það sem eftir lifði dags. Þessi ferð var þó frábrugðin þeim sem á undan hafa verið og lagt var upp með að hafa sem mestan tíma frjálsan fyrir sjálfan sig í skoðanir og innkaup.  Og það voru þónokkrir íslendingarnir sem við rákumst á í innkaupaferðum. Hótelstarfsfólkið elskar íslendinga. En við skoðuðum 162 metra útsýnisturn sem kallast 360° British Airways og er glerskáli sem ferðast upp og hægt er að skoða frábært útsýni allan hringinn úr 162 metra hæð yfir bæinn og ströndina. Nánar má skoða hér Árshátíðin sjálf var svo á laugardeginum þar sem við fórum öll saman út að borða. Eitthvað hafði pöntunin okkar týnst því enginn kannaðist við að værum á leiðinni en því var bjargað og fengu allir að borða. Nokkrir fylgdust svo með úrslitum Evróvision sem fór einmitt fram sama kvöld. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Við héldum svo heim á sunnudaginum og tók við sumarkuldi og rigning. Já, það er alltaf gott að koma heim.

Áfylling

| Blogg, Framleiðsla, Umslag | No Comments
Nú er sumardagurinn fyrsti handan við hornið og þá er gott að fara yfir lagerinn og sjá hvort það vanti eitthvað. Sumarfrí skella á áður en langt um líður og þá er vont að komast að því að sá sem pantar venjulega umslögin er í fríi og umslögin búin. Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.

Þorra blótað

| Blogg, Umslag | No Comments
Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra nýlega. Venjan er að halda daginn hátíðlegan í höfuðstöðfum Umslags og gæða sér á ljúffengum þorramat, ýmsum veigum. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði og skemmtiatriði. Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.

Vantar þig markaðsefni?

| Blogg, Framleiðsla | No Comments
Hjá Umslagi vinna sérfræðingar í uppsetningu og prentun á allskonar markaðsefni. Nýlega unnum við með tveimur viðskiptavinum þar sem við sáum um uppsetningu, prentun og ráðgjöf frá A - Ö. Það var fyrir Ferðafélag Íslands sem og Bauluna Borgarfirði. Fyrir Bauluna tókum við allt markaðsefni og hönnuðum uppá nýtt: Merki fyrir félagið sem, matseðla og annað prent. Elmar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Baulunnar segir að með samstarfinu við Umslag hafi salan aukist eftir markaðsefni frá Umslagi sem nýtt var fyrir samfélagsmiðla o.fl. Fyrir Ferðafélagið var gerð heilsíðuauglýsing sem einnig var nýtt sem plakat og bæklingur.

Framúrskarandi 8 ár í röð

| Blogg, Viðurkenningar | No Comments
Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því áttunda árið í röð að bætast við hjá okkur. Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.

Fráfall

| Blogg | No Comments
Starfsmaður Umslags til margra ára Sveinn Rútur Þorvaldsson var bráðkvaddur þann 19. desember s.l. Svenni eins og hann var alltaf kallaður var mikill Liverpool maður og spilaði mikið brids og vann til ýmissa verðlauna. Hann kom til starfa hjá Umslagi frá Skýrr og vann hjá okkur s.l 20 ár.

Ungt fólk les markpóst

| Blogg | No Comments
Mýtan reynist ósönn: Ungt fólk les markpóst Flestir kannast við eftirfarandi staðalímynd: Fólk af aldamótakynslóðinni (e. Millennials) er alið upp í stafrænum heimi, límt við snjallsímana sína, og eina leiðin fyrir söluaðila að ná til þeirra er í gegnum samfélagsmiðla. Sannleikurinn er sá að fólk af aldamótakynslóðinni bregst við markaðssetningu sem byggist ekki á tækni og hefur fylgt okkur um aldaraðir: Bréfum í póstkassa. Þessum leiðbeiningum er ætlað að auðvelda skilning á því hvernig og hvers vegna aldamótakynslóðin bregst við markpósti, hvernig hann reynist í samanburði við aðrar markaðsaðferðir og hvernig best sé að búa til póst sem nær til þessarar kynslóðar. Hvað finnst aldamótakynslóðinni um markpóst og hvaða not hefur hún af slíkum pósti? Lítum á viðhorf aldamótakynslóðarinnar til pósts. Skoðum tölfræði sem varpar ljósi á það. 77% fólks af aldamótakynslóðinni veitir markpósti eftirtekt. 90% fólks af aldamótakynslóðinni þykir auglýsingastarfsemi með markpósti áreiðanleg. 57% hafa verslað eftir að hafa fengið tilboð í gegnum markpóst 87% fólks af aldamótakynslóðinni vill fá markpóst Hvað greinir þetta fólk frá öðrum fullorðnum einstaklingum? Í samanburði við fyrri kynslóðir er fólk af aldamótakynslóðinni: LÍKLEGRA til að skoða póstinn ÓLÍKLEGRA til að fleygja póstinum án þess að lesa hann LÍKLEGRA til að koma skipulagi á og flokka póstinn LÍKLGRA til að taka sér tíma í að lesa póstinn LÍKLEGRA til að sýna öðrum póstinn Hvernig bregst heilinn við prentuðum og stafrænum skilaboðum? Hvers vegna bregst jafnvel hin svokallaða stafræna kynslóð við prentuðum texta? Rannsóknir á sviði taugamarkaðssetningar (e. Neuromarketing) sýna fram á að heilinn bregst á ólíkan hátt við prentuðu efni og stafrænum miðlum. Bandaríska póstþjónustan, í samstarfi við miðstöð í taugafræðilegri ákvörðunatöku (e. Center for Neural Decision Making) við Fox viðskiptaháskólann í Temple háskóla í Bandaríkjunum (e. Temple University´s Fox School of Business), bar saman viðbrögð fólks við stuttum auglýsingum á áþreifanlegu  og stafrænu…

Óvissuferð Umslags

| Blogg | No Comments
Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 6. maí s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn við Eyjafallajökuls rætur. Þar vorum við græjuð í samfestinga og svo keyrt áleiðis á jökulinn þar sem vélsleðar biðu okkar. Á þeim var svo farið í halarófu upp á topp jökulsins og þar voru snæddar samlokur. Veðrið lék svo sannarlega við okkur, sól og blíða og útsýni allan hringinn. Svo var keyrt að Nauthúsagili og labbað þar inneftir en gilið er þröngt og djúpt en hægt er að ganga þar inn með ánni nokkurn veginn á þurrum fótum. Gengið er inn eftir gilinu þar til komið er að 2-3 metra háum fossi og fengu nokkrir sér sundsprett þar. Að því loknu var keyrt inní Bása og þar var glæsileg aðstaða fyrir útivist og leik og var grillað ofan í hópinn lamb og meðlæti. Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.

Svansvottun herferð

| Viðurkenningar, Blogg | No Comments
Umslag er með Svansvottun og nýverið fór af stað herferð á vegum Umhverfisráðuneytisins. Þar sem bent er á að þegar þú velur Svansmerktar vörur og þjónustu velur þú örugga framleiðslu, bæði fyrir þig og umhverfið. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína Nánari upplýsingar og myndband má skoða hér

Brúðkaupskort

| Framleiðsla, Blogg, Umslag | No Comments
Nú er tímabil brúðkaupa framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum.  Brúðkaupsdagurinn er stórviðburður og mörgu er að huga varðandi undirbúning stóra dagsins og getum við hjálpað til við boðskortin. Við bjóðum uppá uppsetningu og nafnamerkjum umslög. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is

Endurnýjun ISO öryggisvottunar

| Blogg, Umslag, Viðurkenningar | No Comments
Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu. ÞETTA ER TRYGGT Á EFTIRFARANDI HÁTT: Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu. Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu. Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði. Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum. Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt. Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.

Gleðilegt sumar =)

| Blogg, Framleiðsla | No Comments
Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.

Pökkum og sendum

| Blogg, Framleiðsla | No Comments
Við getum séð um um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög Pökkunarvélar okkar eru meðal þeirra fullkomnustu Þær gera okkur kleift að sjá um pökkun á mörgum mismunandi einingum í sama umslagið, hratt og örugglega. Bjóðum einnig upp á handpökkun ef eitthvað óvenjulegt á að fara í umslagið.

Nafnspjöld

| Blogg, Umslag | No Comments
Nafnspjöld eru ávallt góð kynning Vel útfært nafnspjald er flott kynning í upphafi fundar og getur verið í ýmsum stærðum, gerðum og útfærslum. Vandaður pappír og gæða prentun á nafnspjöldum fyrir fyrirtæki þitt. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarf

Fermingarkort

| Blogg, Framleiðsla | No Comments
Nú er tímabil ferminga framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is

Framúrskarandi

| Blogg, Viðurkenningar | No Comments
Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því sjöunda árið í röð að bætast við hjá okkur.  Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.

Marco fær nýtt hlutverk

| Blogg | No Comments
Marco Vroomen hefur tekið við nýrri stöðu hjá Umslag sem framleiðslustjóri. Með þessu breytast ýmsir verkferlar til hins betra og yfirsýn á verkefni verður skýrari. Marco hefur unnið hjá Umslagi í tæp 12 ár og er menntaður slökkviliðsmaður frá Hollandi.  Hann byrjaði feril sinn í pökkunardeildinni sem starfsmaður á pökkunarvél og hefur hægt og sígandi unnið sig upp hjá fyrirtækinu ásamt því læra íslenskuna reiprennandi. Hann er hluti af öryggisteymi Umslags og fór með okkur í gegnum ISO 27001 vottun fyrirtækisins sem við fengum árið 2013. Hann hefur verið verkstjóri pökkunardeildar með góðum árangri undanfarin misseri og mun hann nú einnig  taka yfir stjórn prentdeildarinnar og fær starfstitilinn framleiðslustjóri.

Jólapeysudagur

| Blogg | No Comments
Nú styttist í jólin og héldum við litlu jólin í dag.  Við skelltum okkur í jólapeysurnar í tilefni dagsins og boðið var uppá hangikjöt og meðlæti og skiptumst við á jólapökkum.

Jólakort – verðskrá

| Blogg | No Comments
Nú fer að líða að jólakortaflóðinu. Við bjóðum uppá uppsetningu á jólakortum eins og á meðfylgjandi mynd (15 x 15 cm) þar sem hægt er að setja 1-3 myndir á forsíðu og texta innan í kortið. Verð fyrir 1-50 stk er kr. 362.- stk og umslög fylgja. Verð fyrir 50  -100 stk er kr. 322.- stk og umslög fylgja. Einnig tökum við á móti uppsettum kortum í pdf formi. Fyrir sömu stærð (eða svipaða) þá bjóðum við þessi verð: Verð fyrir 1-50 stk er kr. 220.- stk og umslög fylgja. Verð fyrir 50  -100 stk er kr. 202.- stk og umslög fylgja. Öll verð eru m.vsk. Afhendingartími er að jafnaði 3-4 dagar. Sendu inn pöntun á umslag(hja)umslag.is
Sarah og Soffía í pökkun

Pökkun

| Blogg, Umslag | No Comments
Þegar kemur að pökkun má fullyrða að Umslag er Íslandsmeistarinn í þeirri grein. Við getum séð um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög. Pökkunarvélar okkar eru með þeim fullkomnustu á markaðnum og starfsfólkið þekkt fyrir frábær störf þar sem alls konar venjulegar og óvenjulegar óskir viðskiptavina voru framkvæmdar af fagmennsku og dugnaði. Já, og við getum bæði vél- og handpakkað allt eftir því sem á að fara í umslagið. Nánar um pökkun hér
Varsjá

Árshátíð Umslags

| Blogg, Umslag | No Comments
Annað hvert ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Varsjá fyrir valinu. Lagt var af síðdegis á föstudegi og lent í borginni um kvöldið. Flestir komu sér þá vel fyrir á hótelinu og hittust svo í mat og drykk. Á laugardeginum var hádegismatur fyrir alla og þaðan var farið í rútuferð í gamalli Skoda rútu um bæinn og sagan skoðuð með skemmtilegum leiðsögumanni. Þarna fengum við strax tilfinningu fyrir því hversu merkileg þessi borg er og einstök á marga lund. Stoppað var á hinum ýmsu stöðum og menningin fest á filmu og veitingar teigaðar. Um kvöldið var svo sjálf árshátíðin þar sem hist var á gömlum veitingastað og borðaður yndislegur matur og skemmtilegar sögur voru upprifjaðar og sumir tóku lagið. Sunnudagurinn var svo notaður hjá flestum í búðarráp og einhverjir fóru á útitónleika. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Við héldum svo heim á mánudeginum og tók við haustveðráttan. Já, það var gott að koma heim eftir frábæra ferð.

Öryggisdagur Umslags

| Blogg, Starfsmenn, Viðurkenningar | No Comments
Öryggisdagur Umslags var haldin s.l. föstudag á Grand hótel. Starfsfólk Umslags var þar samankomið hluta af degi, þar sem farið var yfir ISO 27001 vottunina okkar ásamt öðrum skemmtilegheitum. Guðjón Viðar Valdimarsson frá Stika var okkur til halds og trausts ásamt Ingvari Hjálmarsyni fyrrum Gæðastjóra Umslags. Umslag er eina prentasmiðjan á Íslandi sem er ISO 27001 upplýsinga- og öryggisvottuð og höfum við verið vottuð síðan 2013. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti.  Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

| Blogg, Viðurkenningar | No Comments
Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.    

Óvissuferð

| Blogg, Starfsmenn, Umslag | No Comments
Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 16. apríl s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn Húsafell þar sem beið okkar glæsilegt hlaðborð í hádeginu. Að því loknu var haldið upp Langjökul og Íshellirinn skoðaður og var það mögnuð sjón og mælum við með að kíkja þangað. Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi hressandi og að því loknu var keyrt og sungið hátt og snjallt á leið til Reykjavíkur og farið í kvöldmat á Eldsmiðjunni  Suðurlandsbraut. Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.

Nýr bókari

| Blogg, Starfsmenn, Umslag | No Comments
Nýr bókari hefur tekið til starfa hjá Umslag en Ágúst lét af störfum sl. mánuð.  Það er hún Anna Finnbogadóttir sem tók við af honum og hefur hafið störf. Anna er viðurkenndur bókari og  er með víðtæka reynslu og starfaði sem hópstjóri í rekstrardeild Íslandsbanka frá árinu 2007 og  sem fjármálafulltrúi hjá Samtökum starfsmanna á fjármálamarkaði frá árinu 1997-2007. Þá hefur hún setið ýmis námskeið og eru áhugamál hennar ferðalög, útivera, golf og barnabörnin auðvitað.  Einnig er Anna Mosaik leiðbeinandi og heldur námskeið þar sem ýmsir blómapottar og borð eru gerð.

Úttekt á öryggisvottun

| Blogg, Viðurkenningar | No Comments
  Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags en þriðja hvert ár er stór úttekt og var ein slík var framkvæmd í síðustu viku eða þann 9. og 10. mars. Sem hluti af þeim kröfum kom Ed Barnett, úttektarmaður BSI í heimsókn til að skoða hvernig til hefði tekist. Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel og  hefur vottunin verið endurnýjuð.  Miklar kröfur eru gerðar til að öllum reglum vottunarinnar sé fylgt út í hörgul. Ed var hinn ánægðasti með það sem hann sá og heyrði og kvaddi með bros á vör. Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun en þessi vottun nær yfir alla starfsemi Umslags.

Mottumars átakið

| Blogg | No Comments
  Umslag er stolltur stuðningsaðili mottumars en þetta er síðasta árið sem hann er haldinn. Mottumars er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi — synir, bræður, pabbar, afar, vinir og makar. Og allir hinir. Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn, hún minnir okkur á að ræða þessi mál og um leið að fá menn til að hugsa um heilsuna. Því er um að gera að safna í góða og hraustlega mottu, heita á menn og málefni og sýna samstöðu.

Sjötta árið í röð

| Blogg, Umslag, Viðurkenningar | No Comments
Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 682 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,9%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf.  

Skautaferð

| Blogg, Óflokkað | No Comments
Starfsmenn Umslags skelltu sér á skauta s.l. helgi með fjölskylduna. Þar var skautað í diskó ljósum við skemmtilega tónlist og gætt sér á heitu súkkulaði. Ýmsir taktar voru sýndir og notuðust sumir við grind til að halda sér standandi sem er hið besta mál.  Um að gera að vera með og skemmta sér í góðum hópi.

Keilukeppni Umslags

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Hin árlega keilukeppni starfsmanna Umslags var haldin 30. október s. l. í Egilshöll.  Tvö lið kepptu til úrslita, og var mikil stemning meðal manna og kvenna og skrautlegir taktar hjá bæði í köstum og fatnaði. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun um leið og verðlaunin voru veitt fyrir vinningsliðið og einstaklingsframtakið. Við bíðum að venju spennt eftir að taka þátt í mótinu á næsta ári.

Árshátíð Umslags

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Árshátíð Umslags var að þessu sinni haldin að Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Byrjað var að fara í hellaskoðun hjá Vatnshelli sem er staðsettur í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þessi 8.000 ára gamli hellir er u.þ.b. 200 metra langur og 35 metra undir sjávarmáli. Þar er að sjá ótrúlega liti og skrautlegt hraun sem hefur myndast á þessum árþúsundum. Að því loknu var haldið á Hótel Búðir og slakað á í flottu umhverfi. Matseðillinn var "surf and turf" og súkkulaði kaka í desert. Að venju voru skemmtiatriði og var Jakob með svokallað pub quiz, Jóhanna og Hrönn sáu um happdrætti þar sem veglegir vinningar voru í boði frá góðum viðskiptavinum okkar. Og skemmtinefndin sá um rafræna Böggarann þar sem var gert góðlátlegt grín að starfsmönnum fyrirtækisins. Góð helgi að baki.

Fimmta árið í röð

| Blogg, Viðurkenningar | No Comments
Síðastliðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 32.690 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf. Umslag hefur hlotið titilinn núna fimm ár í röð og fær því þennan gyllta skjöld af tilefni þess.

Fræðslustjóri að láni

| Blogg, Starfsmenn, Umslag | No Comments
Skrifað var undir samning á milli Umslags og Iðunnar fræðsluseturs um þátttöku í verkefninu Fræðslustjóri að láni.  Með þessu er unnið kerfisbundið að starfsmannaþróun innan fyrirtækisins og tekist á við þau verkefni sem fela í sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar. Kerfisbundið er þá hæfni starfsfólks sem þarf að vera til staðar greind og hvernig hægt er að öðlast hana og ná árangri. Umslag tryggir því jákvæða þróun og uppbyggingu mannauðs í takt við kröfur markaðarins á hverjum tíma. Að verkefninu standa Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og IÐAN fræðslusetur.

Þorra blótað

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 23. janúar. Hittumst við á skrifstofu Umslags og var byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í pub quiz með misjöfnum árangri. Það var hann Hjálmar Örn sem hélt quizið og voru það Höggormarnir sem unnu að þessu sinni. Að því loknu tók við söngur og ýmis annar hávaði. Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar af góðu kvöldi. Hlaðborðið Augu Vinningsliðið ásamt Hjálmari pub quiz gúrú

Óvissuferð Umslags

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 15. mars s .l. á vit óvissunar. Fyrsti viðkomustaðurinn var við Gullfoss og Geysi þar sem sjóðheit kjötsúpa var snædd og að því búnu var Gullfoss skoðaður í nístingskulda. Að því loknu stóð til að fara á snjósleða en vegna veðurs var ekki hægt að framkvæma það og fór þá bílstjórinn okkar hjá Amazingtours í smá jeppaferð og var rúllað upp í einn snjókarl á toppnum. Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi kalt og hressandi. Að því loknu var farið í kvöldmat á Cafe Mika Reykholti. Eftir góðan snæðing var keyrt í rólegheitum heim með viðkomu í Hveragerði þar sem stoppað var á einum veitingastað og haldin var stutt pílukeppni við mikinn fögnuð. Hópurinn kom svo til Reykjavíkur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.

Starfsnám hjá Umslagi

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Pálmi Sveinsson í starfsnámi hjá Umslagi Pálmi Sveinsson er nemandi í Tækniskólanum og er á þriðja ári í starfsbraut skólans. Undanfarnar vikur hefur hann verið í starfsnámi hjá okkur í Umslagi ásamt umsjónarkennaranum sínum sem heitir Kristín Jónsdóttir. Pálmi og Kristín koma til okkar á þriðjudagsmorgnum og eru hjá okkur í rúmlega tvo tíma.  Pálmi hefur verið að vinna við alls konar frágangsvinnu og segir að það hafi verið mjög gaman að vinna svona störf. Verkstjórarnir Pálmi Sigurðsson og Marco Vroomen hafa verið Pálma innan handar í verkefnunum og Pálmi segir að það sé nú ekki leiðinlegt að vera með þeim strákum.  Við hjá Umslagi höfum einnig haft mikla ánægju af heimsóknum Pálma og Kristínar og hlökkum til þriðjudaganna. Það eru forréttindi að fá svona gott fólk til okkar.  Ámyndinni má sjá frá vinstri þá nafnanna Pálma Sigurðsson og Pálma Sveinsson, Kristínu Jónsdóttur umsjónarkennara og Marco Vroomen.

Umslag styður Mottumars

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum þegar Mottumars byrjar á hverju ári. Rannsóknir sýna að með heilbrigðum lífsháttum er hægt að koma í veg fyrir 30% krabbameina. Það gerum við t.a.m. með fræðslu og forvörnum en þriðji hver karlmaður fær krabbamein á lífsleiðinni. Við hjá Umslagi styðjum við þetta átak og hvetjum karlmenn til að vera vakandi og sem flesta til að styðja við Mottumars.

Þorra blótað í Umslagi

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 31. janúar. Hátíðin hófst með óvissuferð og í þetta sinn fengum við að skoða hið merkilega hús Hörpuna. Það var söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir sem leiddi okkur um sali hússins. Við skoðuðum tónleikasalina og í Eldborg fengum við að sjá hvernig hljóðinu er stjórnað í hliðarrýmum salsins. Ferðin endaði svo í Björtuloftum, en ofar verður ekki komist í húsinu. Hulda Björk kvaddi okkur svo með fögrum söng. Henni er þakkað fyrir frábæra leiðsögn. Að þessu loknu var farið í Umslag og byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í alls konar leiki með misjöfnum árangri. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði sem ekki verður sagt frá hér.   Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.  

Spennandi ár framundan

| Blogg | No Comments
Við hjá Umslagi teljum að árið sem nú er hafið verði bæði spennandi og kröfuhart. Enda höfum við undirbúið okkur vel. Veruleg aukning hefur verið í vélakaupum í stafrænu prentdeildinni, sem hefur skilað sér í auknum verkefnum á þeim vettvangi. Búið er að stækka pökkunardeildina okkar vegna aukinna verkefna. Við erum komin með ISO 27001 öryggisvottun sem  tryggir að við fylgjum ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. Og svo erum við einnig með Svansvottunina sem er staðfesting á góðum árangri í umhverfismálum.   Hafðu samband og kynntu þér þá viðamiklu þjónustu sem við erum að bjóða upp á. Við getum örugglega komið þér á óvart.

Jólakveðja Umslags

| Blogg | No Comments
Starfsmenn Umslags óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir árið sem er að líða. Meðfylgjandi eru nokkur listaverk frá Litla ljóta myndagallerýinu hjá okkur og uppáhalds myndir starfsmanna. Smellið á stóru myndina og flettið svo á milli til að skoða. Njótið.

Bolarnir bestir

| Blogg, Starfsmenn | No Comments
Árlega er haldið keilumót hjá starfsmönnum Umslags og eitt slíkt var haldið 14. nóvember s. l. Fjörið hófst með því að fylgst var með leik Íslendinga og Króata og segja má að frammistaða íslenska liðsins hafi orðið til þess að mikið keppnisskap hljóp í hópinn og sýndu liðin þrjú gríðarlega góða takta og mátti sjá margar óvæntar fellur sem til urðu úr makalausum köstum. (meira…)

Umslag styður Bleiku slaufuna

| Blogg | No Comments
Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður. (meira…)