Skip to main content

Starfsnám hjá Umslagi

By mars 13, 2014maí 27th, 2016Blogg, Starfsmenn

Pálmi Sveinsson í starfsnámi hjá Umslagi

Pálmi Sveinsson er nemandi í Tækniskólanum og er á þriðja ári í starfsbraut skólans. Undanfarnar vikur hefur hann verið í starfsnámi hjá okkur í Umslagi ásamt umsjónarkennaranum sínum sem heitir Kristín Jónsdóttir. Pálmi og Kristín koma til okkar á þriðjudagsmorgnum og eru hjá okkur í rúmlega tvo tíma. 

Pálmi hefur verið að vinna við alls konar frágangsvinnu og segir að það hafi verið mjög gaman að vinna svona störf. Verkstjórarnir Pálmi Sigurðsson og Marco Vroomen hafa verið Pálma innan handar í verkefnunum og Pálmi segir að það sé nú ekki leiðinlegt að vera með þeim strákum. 

Við hjá Umslagi höfum einnig haft mikla ánægju af heimsóknum Pálma og Kristínar og hlökkum til þriðjudaganna. Það eru forréttindi að fá svona gott fólk til okkar. 

Ámyndinni má sjá frá vinstri þá nafnanna Pálma Sigurðsson og Pálma Sveinsson, Kristínu Jónsdóttur umsjónarkennara og Marco Vroomen.