Árshátíð Umslags var að þessu sinni haldin að Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Byrjað var að fara í hellaskoðun hjá Vatnshelli sem er staðsettur í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þessi 8.000 ára gamli hellir er u.þ.b. 200 metra langur og 35 metra undir sjávarmáli. Þar er að sjá ótrúlega liti og skrautlegt hraun sem hefur myndast á þessum árþúsundum. Að því loknu var haldið á Hótel Búðir og slakað á í flottu umhverfi. Matseðillinn var „surf and turf“ og súkkulaði kaka í desert. Að venju voru skemmtiatriði og var Jakob með svokallað pub quiz, Jóhanna og Hrönn sáu um happdrætti þar sem veglegir vinningar voru í boði frá góðum viðskiptavinum okkar. Og skemmtinefndin sá um rafræna Böggarann þar sem var gert góðlátlegt grín að starfsmönnum fyrirtækisins. Góð helgi að baki.