Skip to main content

Umslög

Vel hannað umslag kynnir vörur og þjónustu fyrirtækja og vekja jafnan meiri athygli

Hvað má bjóða þér ?

Ýmsar stærðir af umslögum eru í boði, einnig má velja umslög með eða án glugga, umslög merkt fyrirtæki eða viðburðum, o.s.frv.

Vel hannað umslag kynnir vörur og þjónustu fyrirtækja og vekja jafnan meiri athygli. Fallegt umslag, prentað í fullum lit er líklegra til að fanga athygli ásamt því að vera sterkari upplifun á markpósti. Umslag hefur yfir að ráða öflugum vélakosti fyrir slíka prentun. Umslög eru gjarnan opnuð á langhlið og pokaumslög þegar þau eru opnuð á skammhlið.

Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir umslaga. Til dæmis höfum við bæði sjálflímandi umslög og með límborða. Þegar um er að ræða umslög til vélpökkunar eru þau gjarnan vatnslímd. Hjá Umslagi færðu umslög fyrir flest tækifæri, eins og fyrir jólakort, boðskort, fermingarkort, afmæliskort, markpóst o.fl.

Þegar kemur að umslögum notum við alþjóðlegan staðal (ISO 269) fyrir umslagastærðir (ISO 216).

Pappírstærðirnar

Snið Mál (mm) Hentar fyrir pappírstærðina
B4 250 × 353 C4 (fyrir stóra bunka af A4 blöðum)
M65 112 × 223 1/3 A4 (fyrir tvíbrotið A4 blað, ílangt)
C6 114 × 162 A6 kortaumslög
C65 114 × 229 1/3 A4 (vélpökkunar umslag, ílangt)
C5 162 × 229 A5 (fyrir samanbrotið A4 blað)
C4 229 × 324 A4 (fyrir óbrotin A4 blöð)

Við gerum líka svo margt annað. Hafðu samband og leitaðu eftir því hvort við getum hjálpað þér.