Skip to main content
Category

Framleiðsla

BloggFramleiðsla
júní 19, 2018

Fjölhæfur vinnuþjarkur

Nýlega tókum við í notkun glænýja prentvél sem prentar sem áður á umslög en einnig á bréfpoka, pappakassa, "búblu" umslög o.fl. Hægt er að taka stór jafnt sem smá upplög.  Fyrir nánari upplýsingar hafið samband í síma 533 5252.
BloggFramleiðslaUmslag
apríl 13, 2018

Áfylling

Nú er sumardagurinn fyrsti handan við hornið og þá er gott að fara yfir lagerinn og sjá hvort það vanti eitthvað. Sumarfrí skella á áður en langt um líður og þá er vont að komast að því að sá sem pantar venjulega umslögin er í fríi og umslögin búin. Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.
BloggFramleiðsla
janúar 24, 2018

Vantar þig markaðsefni?

Hjá Umslagi vinna sérfræðingar í uppsetningu og prentun á allskonar markaðsefni. Nýlega unnum við með tveimur viðskiptavinum þar sem við sáum um uppsetningu, prentun og ráðgjöf frá A - Ö. Það var fyrir Ferðafélag Íslands sem og Bauluna Borgarfirði. Fyrir Bauluna tókum við allt markaðsefni og hönnuðum uppá nýtt: Merki fyrir félagið sem, matseðla og annað prent. Elmar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Baulunnar segir að með samstarfinu við Umslag hafi salan aukist eftir markaðsefni frá Umslagi sem nýtt var fyrir samfélagsmiðla o.fl. Fyrir Ferðafélagið var gerð heilsíðuauglýsing sem einnig var nýtt sem plakat og bæklingur.
FramleiðslaBloggUmslag
maí 23, 2017

Brúðkaupskort

Nú er tímabil brúðkaupa framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum.  Brúðkaupsdagurinn er stórviðburður og mörgu er að huga varðandi undirbúning stóra dagsins og getum við hjálpað til við boðskortin. Við bjóðum uppá uppsetningu og nafnamerkjum umslög. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is
BloggFramleiðsla
apríl 24, 2017

Gleðilegt sumar =)

Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.
BloggFramleiðsla
mars 23, 2017

Pökkum og sendum

Við getum séð um um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög Pökkunarvélar okkar eru meðal þeirra fullkomnustu Þær gera okkur kleift að sjá um pökkun á mörgum mismunandi einingum í sama umslagið, hratt og örugglega. Bjóðum einnig upp á handpökkun ef eitthvað óvenjulegt á að fara í umslagið.
BloggFramleiðsla
febrúar 13, 2017

Fermingarkort

Nú er tímabil ferminga framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15x15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is
FramleiðslaHönnun
apríl 20, 2015

Boðskort

Nú fer sá tími í hönd að margir huga að brúðkaupskortum.  Við hjá Umslag vinnum með þér í uppsetningu og hönnun á boðskortum og prentum á umslög eftir listum. Hér er eins umsögn ánægðs viðskiptavinar "Ég fékk langbesta tilboðið hjá Umslag.og ég fékk líka frábæra og hraða þjónustu" Endilega hafðu samband umslag@umslag.is eða með því að smella á græna hnappinn hérna efst í hægra horninu.
FramleiðslaUmslag
september 23, 2014

Breyting á skrifstofuhúsnæði

Vegna stækkunar stafrænudeildarinnar urðum við að endurskipuleggja skrifstofuhúsnæðið og niðurstaðan var eins og sjá má á þessari mynd. Móttakan er orðin aðeins minni og menn sitja örlítið þéttar en áður. Eigi að síður leggjum við áherslu að fólk komi inní notalegt umhverfi líkt og verið hefur til þessa.  T.d. má nefna að Litla ljóta myndagallerýið skipar sama sess og áður þrátt fyrir þessar breytingar. Bjóðum við alla velkomna í heimsókn og skoða gallerýið og fá sér kaffibolla hjá okkur.
FramleiðslaÓflokkað
september 23, 2014

Glæsileg stafræn deild

Nú hefur stafræn prentun og vinnsla í Umslagi verið sameinuð á einu svæði. Í stafrænu deildinni getum við boðið uppá prentun í fjórlit eða svarthvítt,  hönnun, prentun og frágang.  Sérsniðin að þínum þörfum. Þessi breyting er veruleg þar sem stafræn vinnsla var á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins en nú er öll vinnsla á sama stað. Við hvetjum viðskiptavini Umslags að kynna sér þá víðamiklu þjónustu sem boðið er uppá og kíkja í heimsókn.