Skip to main content

Þorra blótað

By janúar 26, 2015maí 27th, 2016Blogg, Starfsmenn

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 23. janúar. Hittumst við á skrifstofu Umslags og var byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í pub quiz með misjöfnum árangri. Það var hann Hjálmar Örn sem hélt quizið og voru það Höggormarnir sem unnu að þessu sinni. Að því loknu tók við söngur og ýmis annar hávaði.
Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar af góðu kvöldi.

Gúmmelaði

Hlaðborðið

Augu

Augu

PubQuiz

Vinningsliðið ásamt Hjálmari pub quiz gúrú