Prentun

Við prentum m.a. greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur

Í fararbroddi á sviði prentunar og gagnavinnslu

Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga.

Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun.

Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.

Kort

Jólakort, afmæliskort, brúðkaupskort, fermingarkort og margar aðrar gerðir korta

Bjóðum upp á margar tegundir tækifæriskorta

Hjá okkur færðu jólakort, afmæliskort, brúðkaupskort, fermingarkort og margar aðrar gerðir korta:

 • kort eru einföld og þægileg leið til að koma margs konar kveðjum til skila,
 • kort endast lengur en rafrænar kveðjur.

Við hjá Umslagi bjóðum upp á aðstoð við uppsetningu, litaval og textasmíði fyrir sérhönnuð kort sem þú vilt senda til viðskiptavina á hátíðarstundum eða vina og vandamanna við sérstök tækifæri. Kort má einnig senda til að gleðja starfsmenn, vini, vandamenn eða aðra án sérstaks tilefnis.

Hvers konar kort þarft þú að senda?

Hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig!

Umslög

Vel hannað umslag kynnir vörur og þjónustu fyrirtækja og vekja jafnan meiri athygli

Hvað má bjóða þér ?

Ýmsar stærðir af umslögum eru í boði, einnig má velja umslög með eða án glugga, umslög merkt fyrirtæki eða viðburðum, o.s.frv.

Vel hannað umslag kynnir vörur og þjónustu fyrirtækja og vekja jafnan meiri athygli. Fallegt umslag, prentað í fullum lit er líklegra til að fanga athygli ásamt því að vera sterkari upplifun á markpósti. Umslag hefur yfir að ráða öflugum vélakosti fyrir slíka prentun. Umslög eru gjarnan opnuð á langhlið og pokaumslög þegar þau eru opnuð á skammhlið.

Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir umslaga. Til dæmis höfum við bæði sjálflímandi umslög og með límborða. Þegar um er að ræða umslög til vélpökkunar eru þau gjarnan vatnslímd. Hjá Umslagi færðu umslög fyrir flest tækifæri, eins og fyrir jólakort, boðskort, fermingarkort, afmæliskort, markpóst o.fl.

Þegar kemur að umslögum notum við alþjóðlegan staðal (ISO 269) fyrir umslagastærðir (ISO 216).

Pappírstærðirnar eru sem hér segir:

                                     Snið Mál (mm) Hentar fyrir pappírstærðina
B4 250 × 353 C4 (fyrir stóra bunka af A4 blöðum)
M65 112 × 223 1/3 A4 (fyrir tvíbrotið A4 blað, ílangt)
C6 114 × 162 A6 kortaumslög
C65 114 × 229 1/3 A4 (vélpökkunar umslag, ílangt)
C5 162 × 229 A5 (fyrir samanbrotið A4 blað)
C4 229 × 324 A4 (fyrir óbrotin A4 blöð)

 

Við gerum líka svo margt annað. Hafðu samband og leitaðu eftir því hvort við getum hjálpað þér.

Ráðgjöf

Góð ráðgjöf vísar leiðina að bestu, skilvirkustu og hagkvæmustu framkvæmd áætlunar eða hugmyndar

Góð ráðgjöf er grunnur að leið til árangurs

Ráðgjöf sérfræðinga er gagnleg á öllum stigum hvers verkefnis, ekki síst þegar lagt er á ráðin um hvaða leið skuli fara að settu marki. Við getum tekið dæmi:

 • góð ráðgjöf vísar leiðina að bestu, skilvirkustu og hagkvæmustu framkvæmd áætlunar eða hugmyndar,
 • ráðgjöf við umbrot getur gert prentefnið læsilegra og þá um leið aðgengilegra lesendum í tilteknum markhópum,
 • góð ráðgjöf skilur oft á milli afburða árangurs og þokkalegra niðurstaðna.

Hjá Umslagi starfa fjölmargir sérfræðingar sem veita nytsama ráðgjöf um allt sem viðkemur prentun, umbroti, pökkun og fleiri þáttum af svipuðum toga.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á ráðgjöf í heildarlausn — alla leið.

Ráðstefnur og viðburðir

Góð ráðstefna þarf á góðri kynningu að halda, sama hvort um ræðir fjölmenni eða fámenni í gestahópi

Vita réttir aðilar af viðburðinum þínum?

Ertu að halda ráðstefnu eða vörukynningu? Þarftu að koma upplýsingum um ráðstefnu eða viðburð til markhóps þíns eða almennings með skömmum fyrirvara?

Hafðu samband við starfsfólk Umslags og við sjáum um framhaldið í samstarfi við þig.

Við getum til dæmis:

 • hannað og sent fyrir þig prentaðan markpóst með mismunandi skilaboðum,
 • nafnamerkt umslög,
 • nafnamerkt markpóst,
 • sent sérhannaða tölvupósta með tenglum sem vísa á viðburði af ýmsum toga eða til kynningar,
 • sent tölvupóst til að minna á viðburð sem viðkomandi hafa þegar skráð sig á,
 • sent fréttabréf eða aðrar upplýsingar á skráða aðila á póstlista,
 • sent SMS-skilaboð með völdum skilaboðum fyrir viðburði eða til kynningar,
 • prentað öll gögn sem nota á, t.d. barmmerki, dagskrá eða hvað annað sem þörf er á fyrir viðburðinn þinn.

Fyrirtæki halda ráðstefnur af margs konar ástæðum, meðal annars til að kynna vöru eða þjónustu, sv sem þegar nýjar vöru- eða þjónustutegundir koma til sögunnar. Ráðstefnur þarf þó nauðsynlega á góðri kynningu að halda, sama hvort um ræðir fjölmenni eða fámenni í gestahópi.

Umslag prentar ráðstefnugögn bæði hratt og örugglega. Hið sama gildir um kynningu á öðrum viðburðum af svipuðum toga.

Pökkun

Við getum séð um um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög

Pökkunarvélar okkar eru meðal þeirra fullkomnustu

Þær gera okkur kleift að sjá um pökkun á mörgum mismunandi einingum í sama umslagið, hratt og örugglega.

Við getum séð um um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög.

Bjóðum einnig upp á handpökkun ef eitthvað óvenjulegt á að fara í umslagið.

Markhópalistar

Fyrirtæki þurfa að nýta vel leiðir eins og eigin vefsíðu, tölvupósta, dreifibréf, samfélagsmiðla og netkynningar.

Markhópalistar hjálpa þér að ná til réttra markhópa

Á tímum þegar markaðssetning fyrirtækja fer í síauknum mæli fram með sértækum hætti, án milliliða eins og fjölmiðla og annarra hefðbundinna leiða til auglýsinga, þurfa fyrirtæki að nýta vel leiðir eins og eigin vefsíðu, tölvupósta, dreifibréf, samfélagsmiðla og netkynningar.

Þar fer gjarnan saman sértæk kynning og uppfærsla á vefsetri viðkomandi fyrirtækis. Þar er notkun markhópalista ein hagkvæmasta og skilvirkasta leiðin, meðal annars varðandi eftirfarandi:

 • notkun lista til að kynna nýjar vörur, þjónustu eða viðburði,
 • notkun lista til að kynna útsölur, tilboðsdaga, markaðsherferðir eða minna á fyrirtækið af annarri ástæðu,
 • notkun lista til að bregðast við markaðsherferð eða viðburðum samkeppnisaðila.

Umslag býður upp á úrvinnslu og dreifingu slíkra lista — prentaðra eða rafrænna — einstaka þjónustu sem tryggir hámarksárangur, meðal annars að því er varðar eftirfarandi þjónustu:

 • að greina markhópa, stækka eða kljúfa þá í viðeigandi stærðir eftir verkefnum,
 • að taka saman lista eftir einstaka vörum eða þjónustu,
 • úrvinnsla lista eftir viðmiðunum eða skilgreiningum viðskiptavina.

Markhópalistar geta sent mismunandi skilaboð, haft ólíkar myndir og borist mismunandi markhópum — jafnvel allt í einni prentun. Markhópalistar geta einnig verið til reiðu, sé þess óskað, til notkunar með skömmum fyrirvara.

Virkjaðu viðskiptalistann þinn með aðstoð okkar!

Einblöðungar

Notkun dreifibréfa eða einblöðunga er einföld og hagkvæm leið til markaðssetningar

Allar stærðir og gerðir af dreifibréfum(einblöðungar)

Þar kemur til samspil texta og myndrænnar framsetningar, þar sem litir og uppsetning ná athygli viðtakanda svo að skilaboð textans nái til þeirra.

Notkun dreifibréfa eða einblöðunga er einföld og hagkvæm leið til markaðssetningar, sér í lagi þegar viðburðir eru í gangi, tilboð, útsölur eða jafnvel til að vega upp á móti ofangreindu hjá samkeppnisaðilum.

Meðal kosta einblöðunga eru:

 • hægt er að senda dreifibréfin út með skömmum fyrirvara,
 • þar eru engar óþarfa málalengingar, kjarni málsins kemur fram með skýrum hætti,
 • kostnaðarhagkvæmni, ódýr markaðssetning sem kemur skilaboðunum helst aðeins til þeirra sem líklegt er að gætu haft áhuga á viðkomandi vöru eða þjónustu.

Viltu ná til markhópsins þíns?

Vertu í sambandi við okkur og við finnum sérsniðna lausn á einblöðungi handa þér!

Ársskýrslur

Umslag annast prentanir ársskýrslna á gæðapappír og sér um allan frágang í framhaldinu

Prentum ársskýrslur á gæðapappír

Stafræn prentun ársskýrslna er góður kostur og heldur kostnaði niðri og skiptir þá engu hvort óskað er eftir einu eintaki af ársskýrslu eða 100.

Hið sama gildir um annars konar skýrslur, t.d. afkomuskýrslur fyrir hvern fjórðung eða hálfsárslegar, eða annars konar prentefni sem fyrirtæki eða félög þurfa að prenta og dreifa til hluthafa og/eða viðskiptavina.

Við getum boðið upp á aðstoð við að vinna ársskýrslur allt frá grunni í samvinnu við viðskiptavini eða tekið við endanlegum gögnum sem eru tilbúin til prentunar. Samhliða prentun eru skýrslurnar bundnar inn ogtryggir það fallegt útlit.

Upplag ársskýrsla ræðst af þörfum viðskiptavina en gott er að hafa í huga að lítill munur er á verði á stórum og smáum upplögum. Þannig getur verið gott að prenta það sem talið er henta og geta síðan, ef þörf krefur, bætt við aukaprentun með litlum tilkostnaði. Það gerist oft að upplag er ofmetið og í framhaldi þarf að eyða þeim skýrslum sem ekki voru notaðar. Þjónusta okkar tryggir að slíkur kostnaður hverfur.

Við bjóðum fyrirtækjum að fá tilbúið sýningareintak af ársskýrslu til frekari skoðunar. Það gefur viðskiptavininum tilfinningu fyrir framsetningu og útliti áður en endanleg prentun á sér stað.

Þá getum við útbúið rafræna útgáfu af ársskýrslum sem staðsetja má á heimasíðu viðkomandi aðila til skoðunar. Einnig getum við útbúið sérhannaðan tölvupóst sem inniheldur upplýsingar um slóð til að skoða ársskýrsluna. Þegar ástæða er til má skilgreina lykilorð sem slá þarf inn til að nálgast ársskýrsluna. Margt má gera eftir þörfum hvers og eins.

Öll vinnsla er unnin í afar öruggu umhverfi þar sem Umslag fylgir skilgreindum vinnsluferlum ISO 27001 öryggisvottunar sem er endurnýjuð á ársfresti. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á þessa virtu, alþjóðlegu vottun.

Nafnspjöld

Vel útfært nafnspjald er flott kynning í upphafi fundar og getur verið í ýmsum stærðum og gerðum

Nafnspjöld eru ávallt góð kynning

Nafnspjöld eru ávallt góð kynning á starfsmanni og fyrirtæki á viðskiptafundum og við önnur tækifæri.

Vel útfært nafnspjald er flott kynning í upphafi fundar og getur verið í ýmsum stærðum, gerðum og útfærslum.

Vandaður pappír og gæða prentun á nafnspjöldum fyrir fyrirtæki þitt. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarfir.

Bæklingar

Lítið upplag eða stórt er ekkert mál og þarf ekki að hafa stór áhrif á verð

Bæklingar eru til í ýmsum útfærslum og stærðum

Bæklingur er mikil kynning á fyrirtækinu og er gott að vanda til verks. Við hjá Umslagi aðstoðum með umbrot og hugmyndir um útlit, liti, texta og fleira.

Hægt er að gera bæklinga þannig að þeir grípi þá sem fá eiga upplýsingarnar en til þess þarf að standa faglega að málum.

Lítið upplag eða stórt er ekkert mál og þarf ekki að hafa stór áhrif á verð. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarfir.

Nafnamerkingar

Prentum nöfn og heimilisföng á umslög og á allan markpóst fyrir þig. Stór og lítil upplög

Við bjóðum upp upp á nafnamerkingar

Við bjóðum upp upp á nafnamerkingar, hvort sem er á bréf, bæklinga, póstkort, umslög eða annað útsent efni.

Við getum prentað nöfn og heimilisföng á umslög og á allan markpóst fyrir þig. Stór og lítil upplög eins og þér hentar. Nafnamerkingar bera vitni um fagmennsku og traust.

Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir excel-listum sem þú sendir til okkar.

Skrifblokkir

Blokkirnar geta verið allt frá litlum 25 blaða skrifblokkum upp í stórar 100 blaða blokkir

Stærðir og gerðir minnisblokka er mjög fjölbreytt

Stærðir og gerðir minnisblokka er mjög fjölbreytt, t.d. A6, A5 og A4. Blokkirnar geta verið allt frá litlum 25 blaða skrifblokkum upp í stórar 100 blaða blokkir eða jafnvel stærri. Þær má nota sem skrifblokkir

á ráðstefnum og fundum og jafnvel sérhannaðar tilboðsblokkir eða önnur eyðublöð. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarfir.

Reikningar

Bjóðum að upp á frágang reikninga, tölusetningu, möppugötun, blokkun, settun og fleira

Bjóðum að upp á fullan frágang reikninga

Algengustu gerðir reikninga eru í einriti í A4-stærð eða reikningar í A5-stærð í þríriti. Reikningar geta verið númeraðir og gataðir.

Við bjóðum að upp á fullan frágang reikninga, tölusetningu, möppugötun, blokkun, settun og fleira, allt eftir óskum þínum og þörfum.

Greiðsluseðlar

Greiðsluseðlar eru mikið nýttir um hver mánaðarmót

Við prentum greiðsluseðla

Greiðsluseðlar eru mikið nýttir um hver mánaðarmót. Við prentum greiðsluseðla og á þeim er hægt að koma skilaboðum til viðskiptavinarins um þá þjónustu sem fyrirtæki þitt býður upp á eða annað sem þörf er á að koma á framfæri, o.fl.

Hér um ræðir gott markaðstól sem nær beint til viðtakandans. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarfir.

Bréfsefni

Bréfsefni frá okkur eru prentuð á hágæða pappír

Bréfsefni eru notuð í margvíslegum tilgangi

Lang algengasta stærð bréfsefna er A4, aðrar stærðir eru þó í boði. Bréfsefni frá okkur eru prentuð á hágæða pappír eða annars konar, allt eftir óskum þínum og þörfum.

Matseðlar

Allt frá einföldum matseðlum sem eru jafnframt borðmottur til flóknari útfærslna

Matseðlar í ýmsum stærðum og gerðum

Matseðlar eru gerðir í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá einföldum matseðlum sem eru jafnframt borðmottur til flóknari útfærslna, eins og þríhyrninga, standa, plöstunar og lamíneringar, í matt eða glans. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarfir.

Umbúðaprentun

Fjölhæf umbúðaprentun, pokar, bóluplast, umslög ofl.

Prentun á umslög, pappapoka, pappakassa, loftbólu umslög o.fl.

Þessi vinnuþjarkur prentar  á umslög, pappapoka, pappakassa, loftbólu umslög o.fl.í stórum jafnt sem smáum upplögum.

Þetta er tilvalið fyrir fyritæki að nota sér persónulega nálgun sem hægt er að notast á við fyrir mismunandi verkefni eða árstíðabundin verkefni. Þetta er hægt að gera á bæði á umslög og pappakassa.

Einnig er hægt að prenta myndir á umslag sem þekur nánast alla framhliðina. Þá er hægt að persónugera umslögin og tengja nöfn við ákveðna tegund umslaga o.fl. Hafðu samband og fáðu tilboð í þitt verk.