Skip to main content
Category

Viðurkenningar

Framúrskarandi 8 ár í röð BloggViðurkenningar
janúar 24, 2018

Framúrskarandi 8 ár í röð

Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því áttunda árið í röð að bætast við hjá okkur. Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyrirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.
Svansvottun herferð ViðurkenningarBlogg
maí 23, 2017

Svansvottun herferð

Umslag er með Svansvottun og nýverið fór af stað herferð á vegum Umhverfisráðuneytisins. Þar sem bent er á að þegar þú velur Svansmerktar vörur og þjónustu velur þú örugga framleiðslu, bæði fyrir þig og umhverfið. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína Nánari upplýsingar og myndband má skoða hér
Endurnýjun ISO öryggisvottunar BloggUmslagViðurkenningar
maí 3, 2017

Endurnýjun ISO öryggisvottunar

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu. ÞETTA ER TRYGGT Á EFTIRFARANDI HÁTT: Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu. Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu. Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði. Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum. Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt. Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.
Framúrskarandi BloggViðurkenningar
janúar 27, 2017

Framúrskarandi

Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi og er því sjöunda árið í röð að bætast við hjá okkur.  Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo. Þennan árangur ber fyrst og fremst að þakka viðskiptavinum og starfsfólki.
Öryggisdagur Umslags BloggStarfsmennViðurkenningar
október 4, 2016

Öryggisdagur Umslags

Öryggisdagur Umslags var haldin s.l. föstudag á Grand hótel. Starfsfólk Umslags var þar samankomið hluta af degi, þar sem farið var yfir ISO 27001 vottunina okkar ásamt öðrum skemmtilegheitum. Guðjón Viðar Valdimarsson frá Stika var okkur til halds og trausts ásamt Ingvari Hjálmarsyni fyrrum Gæðastjóra Umslags. Umslag er eina prentasmiðjan á Íslandi sem er ISO 27001 upplýsinga- og öryggisvottuð og höfum við verið vottuð síðan 2013. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti.  Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu
ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð BloggViðurkenningar
apríl 29, 2016

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.    
Úttekt á öryggisvottun BloggViðurkenningar
mars 17, 2016

Úttekt á öryggisvottun

  Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags en þriðja hvert ár er stór úttekt og var ein slík var framkvæmd í síðustu viku eða þann 9. og 10. mars. Sem hluti af þeim kröfum kom Ed Barnett, úttektarmaður BSI í heimsókn til að skoða hvernig til hefði tekist. Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel og  hefur vottunin verið endurnýjuð.  Miklar kröfur eru gerðar til að öllum reglum vottunarinnar sé fylgt út í hörgul. Ed var hinn ánægðasti með það sem hann sá og heyrði og kvaddi með bros á vör. Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun en þessi vottun nær yfir alla starfsemi Umslags.
Sjötta árið í röð BloggUmslagViðurkenningar
febrúar 9, 2016

Sjötta árið í röð

Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 682 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,9%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf.  
ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð HeimsóknirViðurkenningar
maí 21, 2015

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í maí af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar ISO/IEC 27001:2013 er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.
Fimmta árið í röð BloggViðurkenningar
febrúar 13, 2015

Fimmta árið í röð

Síðastliðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 32.690 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf. Umslag hefur hlotið titilinn núna fimm ár í röð og fær því þennan gyllta skjöld af tilefni þess.
Fyrirmyndar Svansvottun Viðurkenningar
september 23, 2014

Fyrirmyndar Svansvottun

  Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og stærsta rósin í okkar hnappagati hvað það varðar, er Svansvottunin sem Umhverfisstofnun veitir og endurnýjar á ársfresti.   Í síðustu endurnýjum stóð Umslag sig með prýði og náði rúmum 80 stigum. Vottunin þar á undan gaf okkur rúm 73 stig svo við megum vel við una. Lágmarksstig sem fyrirtæki þurfa til að fá Svansvottunina eru nú 56 stig.   Við viljum nota tækifærið og þakka Umhverfisstofnun fyrir einstaklega gott samstarf og aðstoð sem okkur hefur verið veitt í gegnum tíðina.  
Umslag framúrskarandi Viðurkenningar
febrúar 14, 2014

Umslag framúrskarandi

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk-og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar. Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2013“ samkvæmt mati Creditinfo. Í ræðu fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar kom fram, að það kom honum á óvart hversu strangar reglur giltu fyrir fyrirtæki til að komast í þennan eftirsótta hóp sem er um 1% skráðra fyrirtækja í hluthafaskrá. Hann bætti því jafnframt við, að hann vildi þó ekki tilheyra flokki með 1% fylgi. Við starfsfólk Umslags erum afar stolt yfir þessari viðurkenningu sem staðfestir að okkar fyrirtæki stenst þær átta kröfur sem fylgja vottuninni. Þar má m. a. nefna að við höfum jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, að ársniðurstaða sé jákvæð fyrirsama tímabil, að eignir sé 80 milljónir eða meira árin 2010-2012 og að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012. Þeir sem vilja skoða listann yfir þau fyrirtæki sem útnefnd voru geta smellt hér   
Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun Viðurkenningar
maí 10, 2013

Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun

Umslag fær ISO 27001 öryggisvottun Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottunina og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. Með þessari vottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfur um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofnunni BSI, sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa. (meira…)
Umslag eitt af framúrskarandi fyrirtækjum 2012 Viðurkenningar
febrúar 1, 2013

Umslag eitt af framúrskarandi fyrirtækjum 2012

Umslag eitt af framúrskarandi fyrirtækjum 2012Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 358 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. (meira…)