Skip to main content

Óvissuferð Umslags

By júní 1, 2017Blogg

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 6. maí s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn við Eyjafallajökuls rætur. Þar vorum við græjuð í samfestinga og svo keyrt áleiðis á jökulinn þar sem vélsleðar biðu okkar. Á þeim var svo farið í halarófu upp á topp jökulsins og þar voru snæddar samlokur.

Veðrið lék svo sannarlega við okkur, sól og blíða og útsýni allan hringinn.
Svo var keyrt að Nauthúsagili og labbað þar inneftir en gilið er þröngt og djúpt en hægt er að ganga þar inn með ánni nokkurn veginn á þurrum fótum. Gengið er inn eftir gilinu þar til komið er að 2-3 metra háum fossi og fengu nokkrir sér sundsprett þar.
Að því loknu var keyrt inní Bása og þar var glæsileg aðstaða fyrir útivist og leik og var grillað ofan í hópinn lamb og meðlæti.

Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.