Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags en þriðja hvert ár er stór úttekt og var ein slík var framkvæmd í síðustu viku eða þann 9. og 10. mars. Sem hluti af þeim kröfum kom Ed Barnett, úttektarmaður BSI í heimsókn til að skoða hvernig til hefði tekist.
Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel og hefur vottunin verið endurnýjuð. Miklar kröfur eru gerðar til að öllum reglum vottunarinnar sé fylgt út í hörgul. Ed var hinn ánægðasti með það sem hann sá og heyrði og kvaddi með bros á vör.
Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun en þessi vottun nær yfir alla starfsemi Umslags.