Skip to main content
All Posts By

a8

Keilukeppni Umslags BloggStarfsmenn
nóvember 6, 2015

Keilukeppni Umslags

Hin árlega keilukeppni starfsmanna Umslags var haldin 30. október s. l. í Egilshöll.  Tvö lið kepptu til úrslita, og var mikil stemning meðal manna og kvenna og skrautlegir taktar hjá bæði í köstum og fatnaði. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun um leið og verðlaunin voru veitt fyrir vinningsliðið og einstaklingsframtakið. Við bíðum að venju spennt eftir að taka þátt í mótinu á næsta ári.
Árshátíð Umslags BloggStarfsmenn
október 7, 2015

Árshátíð Umslags

Árshátíð Umslags var að þessu sinni haldin að Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Byrjað var að fara í hellaskoðun hjá Vatnshelli sem er staðsettur í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þessi 8.000 ára gamli hellir er u.þ.b. 200 metra langur og 35 metra undir sjávarmáli. Þar er að sjá ótrúlega liti og skrautlegt hraun sem hefur myndast á þessum árþúsundum. Að því loknu var haldið á Hótel Búðir og slakað á í flottu umhverfi. Matseðillinn var "surf and turf" og súkkulaði kaka í desert. Að venju voru skemmtiatriði og var Jakob með svokallað pub quiz, Jóhanna og Hrönn sáu um happdrætti þar sem veglegir vinningar voru í boði frá góðum viðskiptavinum okkar. Og skemmtinefndin sá um rafræna Böggarann þar sem var gert góðlátlegt grín að starfsmönnum fyrirtækisins. Góð helgi að baki.
ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð HeimsóknirViðurkenningar
maí 21, 2015

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í maí af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar ISO/IEC 27001:2013 er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.
Boðskort FramleiðslaHönnun
apríl 20, 2015

Boðskort

Nú fer sá tími í hönd að margir huga að brúðkaupskortum.  Við hjá Umslag vinnum með þér í uppsetningu og hönnun á boðskortum og prentum á umslög eftir listum. Hér er eins umsögn ánægðs viðskiptavinar "Ég fékk langbesta tilboðið hjá Umslag.og ég fékk líka frábæra og hraða þjónustu" Endilega hafðu samband umslag@umslag.is eða með því að smella á græna hnappinn hérna efst í hægra horninu.
Heimsókn á föstudegi Heimsóknir
mars 13, 2015

Heimsókn á föstudegi

Við hjá Umslagi fengum skemmtilega heimsókn í morgun. Það var stór hópur sem taldi 30 börn og 6 kennara frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Þau lögðu á sig heilmikið ferðalag til að sjá hvernig pósturinn verður til og var mestur áhugi á vélunum sem setja blöðin í umslögin. Eftir að hópurinn hafði þegið veitingar fengu þau ný prentaða litabók, reglustiku og auðvitað umslag með sér heim í Hafnarfjörð. Við þökkum skemmtileg heimsókn.  
Fimmta árið í röð BloggViðurkenningar
febrúar 13, 2015

Fimmta árið í röð

Síðastliðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 32.690 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf. Umslag hefur hlotið titilinn núna fimm ár í röð og fær því þennan gyllta skjöld af tilefni þess.
Fræðslustjóri að láni BloggStarfsmennUmslag
janúar 30, 2015

Fræðslustjóri að láni

Skrifað var undir samning á milli Umslags og Iðunnar fræðsluseturs um þátttöku í verkefninu Fræðslustjóri að láni.  Með þessu er unnið kerfisbundið að starfsmannaþróun innan fyrirtækisins og tekist á við þau verkefni sem fela í sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar. Kerfisbundið er þá hæfni starfsfólks sem þarf að vera til staðar greind og hvernig hægt er að öðlast hana og ná árangri. Umslag tryggir því jákvæða þróun og uppbyggingu mannauðs í takt við kröfur markaðarins á hverjum tíma. Að verkefninu standa Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og IÐAN fræðslusetur.
Þorra blótað BloggStarfsmenn
janúar 26, 2015

Þorra blótað

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 23. janúar. Hittumst við á skrifstofu Umslags og var byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í pub quiz með misjöfnum árangri. Það var hann Hjálmar Örn sem hélt quizið og voru það Höggormarnir sem unnu að þessu sinni. Að því loknu tók við söngur og ýmis annar hávaði. Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar af góðu kvöldi. Hlaðborðið Augu Vinningsliðið ásamt Hjálmari pub quiz gúrú
Árlega keilukeppnin Starfsmenn
nóvember 18, 2014

Árlega keilukeppnin

Hin árlega keilukeppni starfsmanna Umslags var haldin 24. október s. l. Þrjú lið kepptu til úrslita, og mátti sjá ýmsa liðlega takta þegar konur og menn köstuðu kúlum fram og aftur. Keppnin var afar hörð fram á það síðasta. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun um leið og verðlaunin voru veitt fyrir vinningsliðið og einstaklingsframtakið ásamt mestu vonbrigðin, flottasta "múvið", og bjartasta vonin sem skiptist á milli tveggja aðila. Við bíðum spennt eftir að taka þátt í mótinu á næsta ári. Ágúst: mestu vonbrigðin Soffía: flottasta "múvið" Hrönn og Qihui: bjartasta vonin Vinningsliðið Eiríkur vinningshafi
Fyrirmyndar Svansvottun Viðurkenningar
september 23, 2014

Fyrirmyndar Svansvottun

  Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og stærsta rósin í okkar hnappagati hvað það varðar, er Svansvottunin sem Umhverfisstofnun veitir og endurnýjar á ársfresti.   Í síðustu endurnýjum stóð Umslag sig með prýði og náði rúmum 80 stigum. Vottunin þar á undan gaf okkur rúm 73 stig svo við megum vel við una. Lágmarksstig sem fyrirtæki þurfa til að fá Svansvottunina eru nú 56 stig.   Við viljum nota tækifærið og þakka Umhverfisstofnun fyrir einstaklega gott samstarf og aðstoð sem okkur hefur verið veitt í gegnum tíðina.  
Breyting á skrifstofuhúsnæði FramleiðslaUmslag
september 23, 2014

Breyting á skrifstofuhúsnæði

Vegna stækkunar stafrænudeildarinnar urðum við að endurskipuleggja skrifstofuhúsnæðið og niðurstaðan var eins og sjá má á þessari mynd. Móttakan er orðin aðeins minni og menn sitja örlítið þéttar en áður. Eigi að síður leggjum við áherslu að fólk komi inní notalegt umhverfi líkt og verið hefur til þessa.  T.d. má nefna að Litla ljóta myndagallerýið skipar sama sess og áður þrátt fyrir þessar breytingar. Bjóðum við alla velkomna í heimsókn og skoða gallerýið og fá sér kaffibolla hjá okkur.
Glæsileg stafræn deild FramleiðslaÓflokkað
september 23, 2014

Glæsileg stafræn deild

Nú hefur stafræn prentun og vinnsla í Umslagi verið sameinuð á einu svæði. Í stafrænu deildinni getum við boðið uppá prentun í fjórlit eða svarthvítt,  hönnun, prentun og frágang.  Sérsniðin að þínum þörfum. Þessi breyting er veruleg þar sem stafræn vinnsla var á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins en nú er öll vinnsla á sama stað. Við hvetjum viðskiptavini Umslags að kynna sér þá víðamiklu þjónustu sem boðið er uppá og kíkja í heimsókn.
Árshátíðarferð til Berlínar Starfsmenn
september 3, 2014

Árshátíðarferð til Berlínar

Annað hvort ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Berlín fyrir valinu. Lagt var af stað árla morguns og lent í borginni um hálf tólf. Þar tók á móti okkur Júlía Björnsdóttir sem var fararstjóri okkar í ferðinni. Hún byrjaði á því að fara með okkur í fjögurra tíma ferð þar sem skoðuð voru helstu kennileiti borgarinnar. Júlía jós af brunni sinnar þekkingar og þarna fengum við strax tilfinningu fyrir því hversu merkileg þessi borg er og einstök á alla lund. Föstudaginn notaði fólk á ýmsa vegu. Það var farið í hjólaferðir hingað og þangað og einhverjar sögur fóru af því að fólk hefði sést í verslunum. Um kvöldið var síðan árshátíðin okkar haldin á veitingastaðnum Don Giovanni  og tókst með miklum ágætum. Í framhaldi fóru sumir í klúbbaskoðanir en aðrir drógu sig til hlés eftir langan dag. Á laugardaginn var síðan farið með Júlíu um miðborg Berlínar og sem fyrr fór hún yfir sögu borgarinnar  og sýndi okkur allt það helsta sem sjá mátti í Nikiolai-hverfinu, á safnaeyjunni  og fór með okkur um háskólahverfið. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Þá fær Júlía sérstakar þakkir fyrir frábæra fararstjórn og umfangsmikla þekkingu á borg og sögu. Við héldum svo heim á sunnudeginum og á móti okkur tók stórviðri og gos. Já, það var gott að koma heim eftir frábæra ferð.
Harðskeyttir Hollendingar Starfsmenn
júlí 7, 2014

Harðskeyttir Hollendingar

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að HM í fótbolta stendur yfir um þessar mundir. Marco Vroomen, verkstjóri í pökkunardeild hefur fylgst vandlega með sínum mönnum Hollendingum, enda hefur þeim gengið vonum framar. Við starfsmenn Umslags segjum stundum að það sé meiri Íslendingur í Marco einum saman en okkur öllum hinum samanlagt. Hann stóð hins vegar ekki frammi fyrir því erfiða vandamáli hvort hann ætti að halda með Íslendingum eða löndum sínum Hollendingum. Það vantaði hársbreidd að íslenska landsliðinu tækist það ætlunarverk að komast á HM. Marco hefur sett upp skreytingu í Umslagi til að minna okkur á hverjir gætu hampað bikarnum góða. Og eins og sjá má á myndinni er hann í skýjunum vegna þessa frábæra árangurs. Nú er bara að sjá hvernig liðinu gengur á lokasprettinum. Okkur grunar að hollenska liðið gæti átt fleiri aðdáendur hjá starfsfólki Umslags.
25 ára starfsafmæli StarfsmennUmslag
júní 24, 2014

25 ára starfsafmæli

Jóhannes Vilhjálmsson (Jói), þjónustustjóri Umslags á 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Af þessu tilefni áttum við ánægjulegan dag  fyrir nokkru og Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri færði Jóa gjöf sem hann mun örugglega nýta sér í laxveiðinni í sumar, enda snjall veiðimaður. Jói hefur verið starfsmaður hjá Umslagi nánast frá upphafi og sinnt flestum þeim þeim störfum sem vinna hefur þurft í gegnum tíðina. Í allnokkur ár hefur hann sinnt starfi þjónustustjóra Umslags, og aðstoðað viðskiptavini okkar á ýmsa lund. Við höfum það eftir öruggum heimildum að Jói hafi reynst okkar viðskiptavinum einstaklega vel, og það er ekki óvanalegt þegar við starfsmennirnir komum í heimsókn til viðskiptavina, að beðið sé um sérstaka kveðju til hans. Umslag vill nota tækifærið og þakka Jóa fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og vonum að við njótum starfskrafta hans sem lengst.
Kennsla í flokkun sorps HeimsóknirKynningar
júní 24, 2014

Kennsla í flokkun sorps

Við hjá Umslagi reynum eftir bestu getu að styðja við umhverfisstefnu fyrirtækisins. M. a. flokkum við nú allt heimilissorp sem til fellur í eldhúsinu hjá okkur. Til að tryggja að að flokkunin væri framkvæmd með réttum hætti, fengum við Atla Ómarsson hjá Gámaþjónustunni  til að fara yfir þessi mál með okkur. Starfsfólkið spurði Atla spjörunum úr, og svör hans beindu okkar á réttar brautir. Umslag vill nota tækifærið og þakka Gámaþjónustunni fyrir þessa yfirferð með okkur. Það er ljóst að það krefst nákvæmni að uppfylla þá flokkun sem nauðsynleg er.