Skip to main content
Category

Kynningar

HeimsóknirKynningar
júní 24, 2014

Kennsla í flokkun sorps

Við hjá Umslagi reynum eftir bestu getu að styðja við umhverfisstefnu fyrirtækisins. M. a. flokkum við nú allt heimilissorp sem til fellur í eldhúsinu hjá okkur. Til að tryggja að að flokkunin væri framkvæmd með réttum hætti, fengum við Atla Ómarsson hjá Gámaþjónustunni  til að fara yfir þessi mál með okkur. Starfsfólkið spurði Atla spjörunum úr, og svör hans beindu okkar á réttar brautir. Umslag vill nota tækifærið og þakka Gámaþjónustunni fyrir þessa yfirferð með okkur. Það er ljóst að það krefst nákvæmni að uppfylla þá flokkun sem nauðsynleg er.
HeimsóknirKynningar
apríl 2, 2014

Fyrirlestur

Innleiðing 27001 öryggisstaðalsins hjá fyrirtækinu Umslagi ehf Fyrirlestur var haldinn í morgun þann 2.apríl hjá Umslagi á vegum Stjórnvísi . Fyrirlesari var Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri hjá Umslagi. Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí árið 2013. Farið var yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins. Farið var yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist. Á fundinn mættu 26 manns. Að fundi loknum fengu fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.
KynningarUmslag
október 28, 2013

Umslag sér um ráðstefnu

Umslag ehf. fékk það verðuga verkefni að sjá um allt utanumhald í kringum ráðstefnuna Margs konar miðlun sem haldin var á Grand hóteli, föstudaginn 25.10 síðast liðinn og var á vegum SI og Iðunnar fræðsluseturs. Utanumhaldið fólst í hönnun, heimasíðu, rafrænt fréttabréf og sms sendingar vegna ráðstefnu. Á ráðstefnunni komu fram þeir M.J Anderson frá fyrirtækinu Trekk í Illinois og Kazuyoshi Suga frá Communication Factory í Singapore ásamt Inga Rafni Ólafssyni, sviðsstjóra Prenttæknisviðs Iðunnar. (meira…)
Kynningar
október 30, 2012

Myndband um þjónustu Umslags

Við hjá Umslagi tókum okkur til, og útbjuggum myndband sem sýnir þjónustuna okkar. Hvetjum ykkur eindregið til að skoða myndbandið. Þarna má í einni sjónhendingu sjá þá viðmiklu þjónustu, sem fyrirtækið getur boðið upp á, bæði núverandi viðskiptavinum og þeim sem ekki hafa enn nýtt sér okkar þjónustu. (meira…)
Kynningar
janúar 10, 2012

Umslag í 20 ár

Fyrirtækið Umslag er 20 ára um þessar mundir en árið 1991 keypti Sveinbjörn Hjálmarsson fyrirtækið og hóf að reka í núverandi mynd. Árið 2010 seldi Sveinbjörn fyrirtækið Sölva Sveinbjörnssyni, núverandi framkvæmdastjóra. Umslag er eitt stærsta fyrirtækið hér á landi í prentun gagna, áritun, pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Í tilefni þessara tímamóta eru viðskiptavinir og velunnarar Umslags hvattir til að koma við og fá sér kaffisopa í Lágmúla 5. Þar má m. a. skoða Litla ljóta myndagalleríið, en um 150 myndverk má finna um allt fyrirtækið.
Kynningar
nóvember 30, 2011

Handpakkaðar bleyjur á bossann

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir átakinu Ágætis byrjun varðandi umhverfisvænar vörur og tengjast vöruvali fyrir ungabörn. Nokkur fyrirtæki tengjast þessu átaki og er eitt þeirra O. Johnson og Kaaber, sem býður nú til sölu umhverfisvænar bleyjur. Fyrirtækið leitaði til Umslags og óskaði eftir að við myndum pakka 10 þúsund bleyjum í umslög, sem hluta af þessu átaki. Umslag brást hratt og örugglega við, prentaði á umslögin og handpakkaði bleyjunum í þau. En þar sem verkið var nokkuð tímafrekt, þurfti að kalla til nokkra starfsmenn til að ljúka því. Myndin var tekin þegar handpökkunin stóð sem hæst.
Kynningar
nóvember 22, 2011

Markaðsátak Umslags kynnt hjá IPN

Hinn árlegi notendafundur IPN (International Printers Network) var haldinn dagana 4. til 8. nóvember s. l. í Rochester, í Bandaríkjunum. Þetta eru samtök leiðandi fyrirtækja í prentun, sjónrænum samskiptum og grafískum iðnaði. Á þessum fundi var markaðsátak Umslags kynnt fyrir IPN-meðlimum, og sá Ingvar Hjálmarsson, verkefnastjóri um þá kynningu. Síðar sama dag var öðrum fyrirtækjum einnig boðið að kynna markaðsefni sitt fyrir ráðstefnugestum og var sú kynning einnig vel sótt.