Skip to main content

Heimsókn á föstudegi

By mars 13, 2015maí 27th, 2016Heimsóknir

Við hjá Umslagi fengum skemmtilega heimsókn í morgun. Það var stór hópur sem taldi 30 börn og 6 kennara frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Þau lögðu á sig heilmikið ferðalag til að sjá hvernig pósturinn verður til og var mestur áhugi á vélunum sem setja blöðin í umslögin. Eftir að hópurinn hafði þegið veitingar fengu þau ný prentaða litabók, reglustiku og auðvitað umslag með sér heim í Hafnarfjörð. Við þökkum skemmtileg heimsókn.