Skip to main content
Category

Heimsóknir

HeimsóknirStarfsmenn
nóvember 13, 2015

Starfsgleði

Sigríður Hulda náms- og starfsráðgjafi kom til okkar í heimsókn og hjálpaði okkur að takast á við álag og streitu í vinnu. Farið var yfir hrós og endurgjöf frá samstarfsfólki og einnig árangursríkar leiðir í upplýsingateymi innan fyrirtækisins. Lögð var áhersla á að draga fram það jákvæða við vinnustaðinn, hvað hver og einn er að leggja af mörkum til samvinnu og starfsgleði auk þess sem rætt var um lykilþætti í starfsánægju. Hvað þarf að standa vörð um - og hvað má bæta? Endað var á léttum veitingum og allir sammála um að dagurinn hafi verið fræðandi og uppbyggjandi.
HeimsóknirViðurkenningar
maí 21, 2015

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í maí af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar ISO/IEC 27001:2013 er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.
Heimsóknir
mars 13, 2015

Heimsókn á föstudegi

Við hjá Umslagi fengum skemmtilega heimsókn í morgun. Það var stór hópur sem taldi 30 börn og 6 kennara frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði. Þau lögðu á sig heilmikið ferðalag til að sjá hvernig pósturinn verður til og var mestur áhugi á vélunum sem setja blöðin í umslögin. Eftir að hópurinn hafði þegið veitingar fengu þau ný prentaða litabók, reglustiku og auðvitað umslag með sér heim í Hafnarfjörð. Við þökkum skemmtileg heimsókn.  
HeimsóknirKynningar
júní 24, 2014

Kennsla í flokkun sorps

Við hjá Umslagi reynum eftir bestu getu að styðja við umhverfisstefnu fyrirtækisins. M. a. flokkum við nú allt heimilissorp sem til fellur í eldhúsinu hjá okkur. Til að tryggja að að flokkunin væri framkvæmd með réttum hætti, fengum við Atla Ómarsson hjá Gámaþjónustunni  til að fara yfir þessi mál með okkur. Starfsfólkið spurði Atla spjörunum úr, og svör hans beindu okkar á réttar brautir. Umslag vill nota tækifærið og þakka Gámaþjónustunni fyrir þessa yfirferð með okkur. Það er ljóst að það krefst nákvæmni að uppfylla þá flokkun sem nauðsynleg er.
HeimsóknirStarfsmenn
júní 11, 2014

Gildi Umslags yfirfarin

Líkt og mörg önnur fyrirtæki hefur Umslag sett sér gildi sem við reynum eftir bestu getu að fylgja. Gildin okkar eru: Þjónusta – lausnir – traust – samheldni. Til að skerpa á þessari gildisvinnu okkar fengum við Maríu Árnadóttur markþjálfa til okkar til að vinna frrekar með okkur í gildismálum. Starfsfólkinu var skipt upp í fjóra hópa og hver hópur átti í framhaldi að rökstyðja styrk þess gildis sem honum var úthlutað. Í framhaldi átti einn úr hverjum hópi að útskýra þennan rökstuðning. Þessi vinna skilaði mjög góðum árangri og mjög gaman að sjá hvernig hver hópur fyrir sig kynnti niðurstöður sínar. Þessi vinna mun örugglega styðja enn frekar við þá vinnu sem við starfsmennirnar innum af hendi til að hafa gildin okkar virk. Stefnt er á, að svona yfirferð verði gerð að reglulegum atburði.
HeimsóknirKynningar
apríl 2, 2014

Fyrirlestur

Innleiðing 27001 öryggisstaðalsins hjá fyrirtækinu Umslagi ehf Fyrirlestur var haldinn í morgun þann 2.apríl hjá Umslagi á vegum Stjórnvísi . Fyrirlesari var Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri hjá Umslagi. Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí árið 2013. Farið var yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins. Farið var yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist. Á fundinn mættu 26 manns. Að fundi loknum fengu fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.
Heimsóknir
desember 2, 2013

Jólaskemmtun Umslagskrílanna

Það var gaman hjá yngstu kynslóð Umslags, sunnudaginn 01. desember. Jólasveinninn ákvað að koma aðeins fyrr til byggða og skemmta sér með krökkunum. Það var dansað og sungið í kringum jólatréð og allir fengu smá gotterí úr poka jólasveinsins. Skemmtileg stund og fínasta byrjun á desember.
HeimsóknirUmslag
október 21, 2013

Heimsókn til Hobbs prentfyrirtækisins

Framkvæmdastjóri og gæðastjóri Umslags heimsóttu prentfyrirtækið Hobbs fyrir stuttu, en þetta fyrirtæki er staðsett í Hampshire í Bretlandi. Ástæða heimsóknarinnar var m. a. sú að fá kynningu á því hvernig Hobbs hafði innleitt ISO 27001 öryggisstaðalinn ásamt því að skoða hvernig mismunandi verkferlum væri háttað þegar unnið er með trúnaðargögn í prentun, pökkun og hönnun fyrir viðskiptavini Hobbs. (meira…)
Heimsóknir
apríl 4, 2013

Höfðingleg heimsókn til Umslags

Leikskólinn Furugrund kom í heimsókn til Umslags 3. apríl okkur starfsfólkinu til mikillar ánægju. Með í för voru fóstrurnar Sólveig og Rannveig sem leiddu ungviðið um sali Umslags og sýndu þeim hvað við erum að gera. Allir gestirnar voru mjög ánægðir og fengu að lokum ávaxtasafa og kremkex. Við fengum að vita, að það hefði verið talað um það í marga daga að þessi heimsókn stæði til. Af og til fáum við svona heimsóknir og ekki má á milli sjá hverjir eru glaðari, starfsfólk Umslags eða litlu gestirnir. Kærar þakkir fyrir að kíkja til okkar Höfðingleg heimsókn til Umslags