Skip to main content

ISO 27001 öryggisvottun Umslags endurnýjuð

By maí 21, 2015maí 27th, 2016Heimsóknir, Viðurkenningar

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í maí af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Fyrir utan hefðbundna úttekt þurfti einnig að standa skil á því, að nú hefur ný útgáfa staðalsins verið innleidd. Þar er um að ræða ýmsar breytingar og viðbætur sem tryggja enn frekar alla öryggisþætti vottunarinnar.

Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar ISO/IEC 27001:2013 er nú orðin virk. Fyrirtækið Stiki er þjónustuaðili Umslags vegna þessara úttekta.

Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.