Skip to main content

Kennsla í flokkun sorps

By júní 24, 2014maí 27th, 2016Heimsóknir, Kynningar

Við hjá Umslagi reynum eftir bestu getu að styðja við umhverfisstefnu fyrirtækisins. M. a. flokkum við nú allt heimilissorp sem til fellur í eldhúsinu hjá okkur.

Til að tryggja að að flokkunin væri framkvæmd með réttum hætti, fengum við Atla Ómarsson hjá Gámaþjónustunni  til að fara yfir þessi mál með okkur. Starfsfólkið spurði Atla spjörunum úr, og svör hans beindu okkar á réttar brautir.

Umslag vill nota tækifærið og þakka Gámaþjónustunni fyrir þessa yfirferð með okkur. Það er ljóst að það krefst nákvæmni að uppfylla þá flokkun sem nauðsynleg er.