Skip to main content
Category

Umslag

Áfylling BloggFramleiðslaUmslag
apríl 13, 2018

Áfylling

Nú er sumardagurinn fyrsti handan við hornið og þá er gott að fara yfir lagerinn og sjá hvort það vanti eitthvað. Sumarfrí skella á áður en langt um líður og þá er vont að komast að því að sá sem pantar venjulega umslögin er í fríi og umslögin búin. Við hjá Umslagi bjóðum upp á heildarlausnir á sviði prentunar, hvort sem um er að ræða persónugerða prentun, s. s. markpóst, kynningarefni, nafnspjöld, nafnamerkingar eða prentun umslaga. Einnig bjóðum við upp á þjónustu sem felst meðal annars í að prenta greiðsluseðla, reikninga, fréttabréf, boðskort og ársskýrslur. Hafðu samband og við getum örugglega þjónað þörfum þínum fyrir prentun. Hafðu samband við okkur og kynntu þér fjölbreytta möguleika Umslags í prentun og prentvinnslu. Við bjóðum upp á vandaða og hraða þjónustu.
Þorra blótað BloggUmslag
mars 1, 2018

Þorra blótað

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra nýlega. Venjan er að halda daginn hátíðlegan í höfuðstöðfum Umslags og gæða sér á ljúffengum þorramat, ýmsum veigum. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði og skemmtiatriði. Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.
Brúðkaupskort FramleiðslaBloggUmslag
maí 23, 2017

Brúðkaupskort

Nú er tímabil brúðkaupa framundan og bjóðum við hjá Umslagi uppá prentun á kortum og nafnamerktum umslögum.  Brúðkaupsdagurinn er stórviðburður og mörgu er að huga varðandi undirbúning stóra dagsins og getum við hjálpað til við boðskortin. Við bjóðum uppá uppsetningu og nafnamerkjum umslög. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 377 kr/stk. Kort fjórar síður, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 334 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, uppsett hjá okkur = 234 kr/stk. Kort fram og bak, 15×15/A5/A6, koma tilbúin til prentunar = 215 kr/stk. Við þetta bætist startgjald 2.500 kr. Hafðu samband við umslag(hjá)umslag.is
Endurnýjun ISO öryggisvottunar BloggUmslagViðurkenningar
maí 3, 2017

Endurnýjun ISO öryggisvottunar

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett. Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu. ÞETTA ER TRYGGT Á EFTIRFARANDI HÁTT: Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu. Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu. Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði. Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum. Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt. Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt. Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.
Nafnspjöld BloggUmslag
mars 7, 2017

Nafnspjöld

Nafnspjöld eru ávallt góð kynning Vel útfært nafnspjald er flott kynning í upphafi fundar og getur verið í ýmsum stærðum, gerðum og útfærslum. Vandaður pappír og gæða prentun á nafnspjöldum fyrir fyrirtæki þitt. Hafðu samband, við hlustum á óskir þínar og þarf
Sarah og Soffía í pökkun
Pökkun BloggUmslag
október 28, 2016

Pökkun

Þegar kemur að pökkun má fullyrða að Umslag er Íslandsmeistarinn í þeirri grein. Við getum séð um pökkun á nánast hverju sem er, í hvaða magni sem er, í stór og smá umslög. Pökkunarvélar okkar eru með þeim fullkomnustu á markaðnum og starfsfólkið þekkt fyrir frábær störf þar sem alls konar venjulegar og óvenjulegar óskir viðskiptavina voru framkvæmdar af fagmennsku og dugnaði. Já, og við getum bæði vél- og handpakkað allt eftir því sem á að fara í umslagið. Nánar um pökkun hér
Varsjá
Árshátíð Umslags BloggUmslag
október 5, 2016

Árshátíð Umslags

Annað hvert ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Varsjá fyrir valinu. Lagt var af síðdegis á föstudegi og lent í borginni um kvöldið. Flestir komu sér þá vel fyrir á hótelinu og hittust svo í mat og drykk. Á laugardeginum var hádegismatur fyrir alla og þaðan var farið í rútuferð í gamalli Skoda rútu um bæinn og sagan skoðuð með skemmtilegum leiðsögumanni. Þarna fengum við strax tilfinningu fyrir því hversu merkileg þessi borg er og einstök á marga lund. Stoppað var á hinum ýmsu stöðum og menningin fest á filmu og veitingar teigaðar. Um kvöldið var svo sjálf árshátíðin þar sem hist var á gömlum veitingastað og borðaður yndislegur matur og skemmtilegar sögur voru upprifjaðar og sumir tóku lagið. Sunnudagurinn var svo notaður hjá flestum í búðarráp og einhverjir fóru á útitónleika. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Við héldum svo heim á mánudeginum og tók við haustveðráttan. Já, það var gott að koma heim eftir frábæra ferð.
Óvissuferð BloggStarfsmennUmslag
apríl 20, 2016

Óvissuferð

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 16. apríl s .l. á vit óvissunar. Var brunað á tveim stórlega breyttum Ford Excursions bifreiðum frá Amazing Tours og var fyrsti viðkomustaðurinn Húsafell þar sem beið okkar glæsilegt hlaðborð í hádeginu. Að því loknu var haldið upp Langjökul og Íshellirinn skoðaður og var það mögnuð sjón og mælum við með að kíkja þangað. Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi hressandi og að því loknu var keyrt og sungið hátt og snjallt á leið til Reykjavíkur og farið í kvöldmat á Eldsmiðjunni  Suðurlandsbraut. Flottur dagur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.
Nýr bókari BloggStarfsmennUmslag
mars 17, 2016

Nýr bókari

Nýr bókari hefur tekið til starfa hjá Umslag en Ágúst lét af störfum sl. mánuð.  Það er hún Anna Finnbogadóttir sem tók við af honum og hefur hafið störf. Anna er viðurkenndur bókari og  er með víðtæka reynslu og starfaði sem hópstjóri í rekstrardeild Íslandsbanka frá árinu 2007 og  sem fjármálafulltrúi hjá Samtökum starfsmanna á fjármálamarkaði frá árinu 1997-2007. Þá hefur hún setið ýmis námskeið og eru áhugamál hennar ferðalög, útivera, golf og barnabörnin auðvitað.  Einnig er Anna Mosaik leiðbeinandi og heldur námskeið þar sem ýmsir blómapottar og borð eru gerð.
Sjötta árið í röð BloggUmslagViðurkenningar
febrúar 9, 2016

Sjötta árið í röð

Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 682 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,9%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf.  
Fræðslustjóri að láni BloggStarfsmennUmslag
janúar 30, 2015

Fræðslustjóri að láni

Skrifað var undir samning á milli Umslags og Iðunnar fræðsluseturs um þátttöku í verkefninu Fræðslustjóri að láni.  Með þessu er unnið kerfisbundið að starfsmannaþróun innan fyrirtækisins og tekist á við þau verkefni sem fela í sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar. Kerfisbundið er þá hæfni starfsfólks sem þarf að vera til staðar greind og hvernig hægt er að öðlast hana og ná árangri. Umslag tryggir því jákvæða þróun og uppbyggingu mannauðs í takt við kröfur markaðarins á hverjum tíma. Að verkefninu standa Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og IÐAN fræðslusetur.
Breyting á skrifstofuhúsnæði FramleiðslaUmslag
september 23, 2014

Breyting á skrifstofuhúsnæði

Vegna stækkunar stafrænudeildarinnar urðum við að endurskipuleggja skrifstofuhúsnæðið og niðurstaðan var eins og sjá má á þessari mynd. Móttakan er orðin aðeins minni og menn sitja örlítið þéttar en áður. Eigi að síður leggjum við áherslu að fólk komi inní notalegt umhverfi líkt og verið hefur til þessa.  T.d. má nefna að Litla ljóta myndagallerýið skipar sama sess og áður þrátt fyrir þessar breytingar. Bjóðum við alla velkomna í heimsókn og skoða gallerýið og fá sér kaffibolla hjá okkur.
25 ára starfsafmæli StarfsmennUmslag
júní 24, 2014

25 ára starfsafmæli

Jóhannes Vilhjálmsson (Jói), þjónustustjóri Umslags á 25 ára starfsafmæli á þessu ári. Af þessu tilefni áttum við ánægjulegan dag  fyrir nokkru og Sölvi Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri færði Jóa gjöf sem hann mun örugglega nýta sér í laxveiðinni í sumar, enda snjall veiðimaður. Jói hefur verið starfsmaður hjá Umslagi nánast frá upphafi og sinnt flestum þeim þeim störfum sem vinna hefur þurft í gegnum tíðina. Í allnokkur ár hefur hann sinnt starfi þjónustustjóra Umslags, og aðstoðað viðskiptavini okkar á ýmsa lund. Við höfum það eftir öruggum heimildum að Jói hafi reynst okkar viðskiptavinum einstaklega vel, og það er ekki óvanalegt þegar við starfsmennirnir komum í heimsókn til viðskiptavina, að beðið sé um sérstaka kveðju til hans. Umslag vill nota tækifærið og þakka Jóa fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina og vonum að við njótum starfskrafta hans sem lengst.
Umslag sér um ráðstefnu KynningarUmslag
október 28, 2013

Umslag sér um ráðstefnu

Umslag ehf. fékk það verðuga verkefni að sjá um allt utanumhald í kringum ráðstefnuna Margs konar miðlun sem haldin var á Grand hóteli, föstudaginn 25.10 síðast liðinn og var á vegum SI og Iðunnar fræðsluseturs. Utanumhaldið fólst í hönnun, heimasíðu, rafrænt fréttabréf og sms sendingar vegna ráðstefnu. Á ráðstefnunni komu fram þeir M.J Anderson frá fyrirtækinu Trekk í Illinois og Kazuyoshi Suga frá Communication Factory í Singapore ásamt Inga Rafni Ólafssyni, sviðsstjóra Prenttæknisviðs Iðunnar. (meira…)
Heimsókn til Hobbs prentfyrirtækisins HeimsóknirUmslag
október 21, 2013

Heimsókn til Hobbs prentfyrirtækisins

Framkvæmdastjóri og gæðastjóri Umslags heimsóttu prentfyrirtækið Hobbs fyrir stuttu, en þetta fyrirtæki er staðsett í Hampshire í Bretlandi. Ástæða heimsóknarinnar var m. a. sú að fá kynningu á því hvernig Hobbs hafði innleitt ISO 27001 öryggisstaðalinn ásamt því að skoða hvernig mismunandi verkferlum væri háttað þegar unnið er með trúnaðargögn í prentun, pökkun og hönnun fyrir viðskiptavini Hobbs. (meira…)