was successfully added to your cart.

Karfa

Umslag sér um ráðstefnu

By október 28, 2013 maí 27th, 2016 Kynningar, Umslag

Umslag ehf. fékk það verðuga verkefni að sjá um allt utanumhald í kringum ráðstefnuna Margs konar miðlun sem haldin var á Grand hóteli, föstudaginn 25.10 síðast liðinn og var á vegum SI og Iðunnar fræðsluseturs.

Utanumhaldið fólst í hönnun, heimasíðu, rafrænt fréttabréf og sms sendingar vegna ráðstefnu.

Á ráðstefnunni komu fram þeir M.J Anderson frá fyrirtækinu Trekk í Illinois og Kazuyoshi Suga frá Communication Factory í Singapore ásamt Inga Rafni Ólafssyni, sviðsstjóra Prenttæknisviðs Iðunnar.

Ráðstefnan var í alla staði mjög skemmtileg og áhugaverð. Það sem okkur fannst sérstaklega áhugavert er hvernig prentað efni virkar vel með öðrum miðlum og hvernig samfélagsmiðlar og prentað efni geta unnið saman á árangursríkan hátt.

Mj Anderson og Suga eru ásamt Umslagi meðlimir í alþjóðlegum samtökum sem heita IPN eða International Printers Network.