Starfsgleði
nóvember 13, 2015
Starfsgleði
Sigríður Hulda náms- og starfsráðgjafi kom til okkar í heimsókn og hjálpaði okkur að takast á við álag og streitu í vinnu. Farið var yfir hrós og endurgjöf frá samstarfsfólki og einnig árangursríkar leiðir í upplýsingateymi innan fyrirtækisins. Lögð var áhersla á að draga fram það jákvæða við vinnustaðinn, hvað hver og einn er að leggja af mörkum til samvinnu og starfsgleði auk þess sem rætt var um lykilþætti í starfsánægju. Hvað þarf að standa vörð um - og hvað má bæta? Endað var á léttum veitingum og allir sammála um að dagurinn hafi verið fræðandi og uppbyggjandi.