Árshátíð Umslags
maí 15, 2018
Árshátíð Umslags
Annað hvert ár er árshátíð Umslags haldin erlendis og í þetta sinn varð borgin Brighton í Englandi fyrir valinu. Lagt var af stað á fimmtudagsmorgni og flestir komu sér þá vel fyrir á hótelinu og áttu svo frjálsan tíma það sem eftir lifði dags. Þessi ferð var þó frábrugðin þeim sem á undan hafa verið og lagt var upp með að hafa sem mestan tíma frjálsan fyrir sjálfan sig í skoðanir og innkaup. Og það voru þónokkrir íslendingarnir sem við rákumst á í innkaupaferðum. Hótelstarfsfólkið elskar íslendinga. En við skoðuðum 162 metra útsýnisturn sem kallast 360° British Airways og er glerskáli sem ferðast upp og hægt er að skoða frábært útsýni allan hringinn úr 162 metra hæð yfir bæinn og ströndina. Nánar má skoða hér Árshátíðin sjálf var svo á laugardeginum þar sem við fórum öll saman út að borða. Eitthvað hafði pöntunin okkar týnst því enginn kannaðist við að værum á leiðinni en því var bjargað og fengu allir að borða. Nokkrir fylgdust svo með úrslitum Evróvision sem fór einmitt fram sama kvöld. Við starfsmenn Umslags viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki WOW sem veitti okkur ýmsa þjónustu vegna ferðarinnar. Við héldum svo heim á sunnudaginum og tók við sumarkuldi og rigning. Já, það er alltaf gott að koma heim.