Hinn árlegi notendafundur IPN (International Printers Network) var haldinn dagana 4. til 8. nóvember s. l. í Rochester, í Bandaríkjunum. Þetta eru samtök leiðandi fyrirtækja í prentun, sjónrænum samskiptum og grafískum iðnaði. Á þessum fundi var markaðsátak Umslags kynnt fyrir IPN-meðlimum, og sá Ingvar Hjálmarsson, verkefnastjóri um þá kynningu. Síðar sama dag var öðrum fyrirtækjum einnig boðið að kynna markaðsefni sitt fyrir ráðstefnugestum og var sú kynning einnig vel sótt.