Skip to main content

Handpakkaðar bleyjur á bossann

By nóvember 30, 2011Kynningar

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir átakinu Ágætis byrjun varðandi umhverfisvænar vörur og tengjast vöruvali fyrir ungabörn. Nokkur fyrirtæki tengjast þessu átaki og er eitt þeirra O. Johnson og Kaaber, sem býður nú til sölu umhverfisvænar bleyjur. Fyrirtækið leitaði til Umslags og óskaði eftir að við myndum pakka 10 þúsund bleyjum í umslög, sem hluta af þessu átaki.
Umslag brást hratt og örugglega við, prentaði á umslögin og handpakkaði bleyjunum í þau. En þar sem verkið var nokkuð tímafrekt, þurfti að kalla til nokkra starfsmenn til að ljúka því. Myndin var tekin þegar handpökkunin stóð sem hæst.