Skip to main content
All Posts By

solvi

Öryggisdagur Umslags BloggStarfsmennViðurkenningar
október 4, 2016

Öryggisdagur Umslags

Öryggisdagur Umslags var haldin s.l. föstudag á Grand hótel. Starfsfólk Umslags var þar samankomið hluta af degi, þar sem farið var yfir ISO 27001 vottunina okkar ásamt öðrum skemmtilegheitum. Guðjón Viðar Valdimarsson frá Stika var okkur til halds og trausts ásamt Ingvari Hjálmarsyni fyrrum Gæðastjóra Umslags. Umslag er eina prentasmiðjan á Íslandi sem er ISO 27001 upplýsinga- og öryggisvottuð og höfum við verið vottuð síðan 2013. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa. Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti.  Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu