Skip to main content
Monthly Archives

október 2013

KynningarUmslag
október 28, 2013

Umslag sér um ráðstefnu

Umslag ehf. fékk það verðuga verkefni að sjá um allt utanumhald í kringum ráðstefnuna Margs konar miðlun sem haldin var á Grand hóteli, föstudaginn 25.10 síðast liðinn og var á vegum SI og Iðunnar fræðsluseturs. Utanumhaldið fólst í hönnun, heimasíðu, rafrænt fréttabréf og sms sendingar vegna ráðstefnu. Á ráðstefnunni komu fram þeir M.J Anderson frá fyrirtækinu Trekk í Illinois og Kazuyoshi Suga frá Communication Factory í Singapore ásamt Inga Rafni Ólafssyni, sviðsstjóra Prenttæknisviðs Iðunnar. (meira…)
HeimsóknirUmslag
október 21, 2013

Heimsókn til Hobbs prentfyrirtækisins

Framkvæmdastjóri og gæðastjóri Umslags heimsóttu prentfyrirtækið Hobbs fyrir stuttu, en þetta fyrirtæki er staðsett í Hampshire í Bretlandi. Ástæða heimsóknarinnar var m. a. sú að fá kynningu á því hvernig Hobbs hafði innleitt ISO 27001 öryggisstaðalinn ásamt því að skoða hvernig mismunandi verkferlum væri háttað þegar unnið er með trúnaðargögn í prentun, pökkun og hönnun fyrir viðskiptavini Hobbs. (meira…)
Starfsmenn
október 17, 2013

Stefnumótunarfundur Umslags

Árlega er haldinn stefnumótunarfundur hjá okkur í Umslagi þar sem lagðar eru línurnar fyrir næstu misseri. Einn slíkur var haldinn miðvikudaginn 16. október s. l. Öryggishópur fyrirtækisins  kom þá saman og umræðan snerist um hvar við værum stödd í dag og hver næstu skref væru varðandi frekari uppbyggingu Umslags. (meira…)
Umslag
október 11, 2013

Umslag – ný vefsíða í loftið!

Það hefur verið unnið hörðum höndum síðustu daga og mánuði hjá markaðsdeild Umslags að koma nýrri vefsíðu í loftið ww.umslag.is Umslag opnaði vefsíðuna í gær og við erum mjög stolt af henni. Þess má geta að hún er 100% Mobile Responsive ( snjallsíða ) og aðlagar sig að snjallsímum, tölvum eða iPad. (meira…)
Blogg
október 7, 2013

Umslag styður Bleiku slaufuna

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður. (meira…)
Starfsmenn
október 4, 2013

Árshátíðarferð til Eyja

Starfsmenn Umslags hafa haft þann háttinn á, að halda árshátíð sína á landsbyggðinni annað hvert ár og í þetta sinn urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu. Lagt var af stað til Eyja föstudaginn28. september og áttum í framhaldi ánægjulegt kvöld saman. Á laugardagsmorgninum var síðan farið í frábæra tuðruferð með fyrirtækinu Rib-safari  þar sem siglt var í kringum eyjarnar ásamt því að skoða hella sem leyndust víða í úteyjunum. Þarna fengum við að heyra ýmsar mjög skemmtilegar sögur, sem kryddaðar vou að hætti hússins og jók enn frekar á ánægjuna. (meira…)