Skip to main content

Ingvar Hjálmarsson tekur stöðu gæðastjóra

By október 4, 2013maí 27th, 2016Umslag

Ingvar Hjálmarsson hefur nú tekið stöðu gæðastjóra Umslags. Hans verk verður að halda utan um gæðamál fyrirtækisins og fylgja eftir að vottunum Umslags sé fylgt eftir.

Hér er annars vegar um að ræða ISO 27001 öryggisvottunina og hins vegar Svansvottunina.

Ingvar vann áður hjá Morgunblaðinu og gengdi þar ýmsum störfum í þau 45 ár sem hann vann þar. Síðustu tólf árin sinnti hann starfi netstjóra mbl.is og sá um stofnun og uppbyggingu vefsins.