Category

Blogg

BloggStarfsmenn
október 7, 2015

Árshátíð Umslags

Árshátíð Umslags var að þessu sinni haldin að Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Byrjað var að fara í hellaskoðun hjá Vatnshelli sem er staðsettur í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Þessi 8.000 ára gamli hellir er u.þ.b. 200 metra langur og 35 metra undir sjávarmáli. Þar er að sjá ótrúlega liti og skrautlegt hraun sem hefur myndast á þessum árþúsundum. Að því loknu var haldið á Hótel Búðir og slakað á í flottu umhverfi. Matseðillinn var "surf and turf" og súkkulaði kaka í desert. Að venju voru skemmtiatriði og var Jakob með svokallað pub quiz, Jóhanna og Hrönn sáu um happdrætti þar sem veglegir vinningar voru í boði frá góðum viðskiptavinum okkar. Og skemmtinefndin sá um rafræna Böggarann þar sem var gert góðlátlegt grín að starfsmönnum fyrirtækisins. Góð helgi að baki.
BloggViðurkenningar
febrúar 13, 2015

Fimmta árið í röð

Síðastliðin fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komast á listann af þeim 32.690 sem skráð eru í hlutafélagaskrá, eða um 1,7%. Svona hófst þetta. Það var árið 2011 að Creditinfo hóf að vinna greiningu byggða á styrk- og stöðugleikamati félagsins en hugmynd var að skapa hvatningu í kringum þau fyrirtæki sem voru að standa sig vel. Samskonar verðlaun voru þekkt annars staðar frá þar á meðal í Finnlandi þaðan sem hugmyndin var sótt. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Hafa skilað ársreikningum til RSK síðustu þrjú ár Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð Rekstrarform ehf., hf. eða svf. Umslag hefur hlotið titilinn núna fimm ár í röð og fær því þennan gyllta skjöld af tilefni þess.
BloggStarfsmennUmslag
janúar 30, 2015

Fræðslustjóri að láni

Skrifað var undir samning á milli Umslags og Iðunnar fræðsluseturs um þátttöku í verkefninu Fræðslustjóri að láni.  Með þessu er unnið kerfisbundið að starfsmannaþróun innan fyrirtækisins og tekist á við þau verkefni sem fela í sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar. Kerfisbundið er þá hæfni starfsfólks sem þarf að vera til staðar greind og hvernig hægt er að öðlast hana og ná árangri. Umslag tryggir því jákvæða þróun og uppbyggingu mannauðs í takt við kröfur markaðarins á hverjum tíma. Að verkefninu standa Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks og IÐAN fræðslusetur.
BloggStarfsmenn
janúar 26, 2015

Þorra blótað

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 23. janúar. Hittumst við á skrifstofu Umslags og var byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í pub quiz með misjöfnum árangri. Það var hann Hjálmar Örn sem hélt quizið og voru það Höggormarnir sem unnu að þessu sinni. Að því loknu tók við söngur og ýmis annar hávaði. Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar af góðu kvöldi. Hlaðborðið Augu Vinningsliðið ásamt Hjálmari pub quiz gúrú
BloggStarfsmenn
mars 21, 2014

Óvissuferð Umslags

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 15. mars s .l. á vit óvissunar. Fyrsti viðkomustaðurinn var við Gullfoss og Geysi þar sem sjóðheit kjötsúpa var snædd og að því búnu var Gullfoss skoðaður í nístingskulda. Að því loknu stóð til að fara á snjósleða en vegna veðurs var ekki hægt að framkvæma það og fór þá bílstjórinn okkar hjá Amazingtours í smá jeppaferð og var rúllað upp í einn snjókarl á toppnum. Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi kalt og hressandi. Að því loknu var farið í kvöldmat á Cafe Mika Reykholti. Eftir góðan snæðing var keyrt í rólegheitum heim með viðkomu í Hveragerði þar sem stoppað var á einum veitingastað og haldin var stutt pílukeppni við mikinn fögnuð. Hópurinn kom svo til Reykjavíkur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.
BloggStarfsmenn
mars 13, 2014

Starfsnám hjá Umslagi

Pálmi Sveinsson í starfsnámi hjá Umslagi Pálmi Sveinsson er nemandi í Tækniskólanum og er á þriðja ári í starfsbraut skólans. Undanfarnar vikur hefur hann verið í starfsnámi hjá okkur í Umslagi ásamt umsjónarkennaranum sínum sem heitir Kristín Jónsdóttir. Pálmi og Kristín koma til okkar á þriðjudagsmorgnum og eru hjá okkur í rúmlega tvo tíma.  Pálmi hefur verið að vinna við alls konar frágangsvinnu og segir að það hafi verið mjög gaman að vinna svona störf. Verkstjórarnir Pálmi Sigurðsson og Marco Vroomen hafa verið Pálma innan handar í verkefnunum og Pálmi segir að það sé nú ekki leiðinlegt að vera með þeim strákum.  Við hjá Umslagi höfum einnig haft mikla ánægju af heimsóknum Pálma og Kristínar og hlökkum til þriðjudaganna. Það eru forréttindi að fá svona gott fólk til okkar.  Ámyndinni má sjá frá vinstri þá nafnanna Pálma Sigurðsson og Pálma Sveinsson, Kristínu Jónsdóttur umsjónarkennara og Marco Vroomen.
BloggStarfsmenn
mars 5, 2014

Umslag styður Mottumars

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum þegar Mottumars byrjar á hverju ári. Rannsóknir sýna að með heilbrigðum lífsháttum er hægt að koma í veg fyrir 30% krabbameina. Það gerum við t.a.m. með fræðslu og forvörnum en þriðji hver karlmaður fær krabbamein á lífsleiðinni. Við hjá Umslagi styðjum við þetta átak og hvetjum karlmenn til að vera vakandi og sem flesta til að styðja við Mottumars.
BloggStarfsmenn
febrúar 3, 2014

Þorra blótað í Umslagi

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 31. janúar. Hátíðin hófst með óvissuferð og í þetta sinn fengum við að skoða hið merkilega hús Hörpuna. Það var söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir sem leiddi okkur um sali hússins. Við skoðuðum tónleikasalina og í Eldborg fengum við að sjá hvernig hljóðinu er stjórnað í hliðarrýmum salsins. Ferðin endaði svo í Björtuloftum, en ofar verður ekki komist í húsinu. Hulda Björk kvaddi okkur svo með fögrum söng. Henni er þakkað fyrir frábæra leiðsögn. Að þessu loknu var farið í Umslag og byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í alls konar leiki með misjöfnum árangri. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði sem ekki verður sagt frá hér.   Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.  
Blogg
janúar 20, 2014

Spennandi ár framundan

Við hjá Umslagi teljum að árið sem nú er hafið verði bæði spennandi og kröfuhart. Enda höfum við undirbúið okkur vel. Veruleg aukning hefur verið í vélakaupum í stafrænu prentdeildinni, sem hefur skilað sér í auknum verkefnum á þeim vettvangi. Búið er að stækka pökkunardeildina okkar vegna aukinna verkefna. Við erum komin með ISO 27001 öryggisvottun sem  tryggir að við fylgjum ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði. Og svo erum við einnig með Svansvottunina sem er staðfesting á góðum árangri í umhverfismálum.   Hafðu samband og kynntu þér þá viðamiklu þjónustu sem við erum að bjóða upp á. Við getum örugglega komið þér á óvart.
Blogg
desember 18, 2013

Jólakveðja Umslags

Starfsmenn Umslags óska viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum fyrir árið sem er að líða. Meðfylgjandi eru nokkur listaverk frá Litla ljóta myndagallerýinu hjá okkur og uppáhalds myndir starfsmanna. Smellið á stóru myndina og flettið svo á milli til að skoða. Njótið.
BloggStarfsmenn
nóvember 20, 2013

Bolarnir bestir

Árlega er haldið keilumót hjá starfsmönnum Umslags og eitt slíkt var haldið 14. nóvember s. l. Fjörið hófst með því að fylgst var með leik Íslendinga og Króata og segja má að frammistaða íslenska liðsins hafi orðið til þess að mikið keppnisskap hljóp í hópinn og sýndu liðin þrjú gríðarlega góða takta og mátti sjá margar óvæntar fellur sem til urðu úr makalausum köstum. (meira…)
Blogg
október 7, 2013

Umslag styður Bleiku slaufuna

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður. (meira…)