Skip to main content
Category

Starfsmenn

Umslag styður Mottumars BloggStarfsmenn
mars 5, 2014

Umslag styður Mottumars

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum þegar Mottumars byrjar á hverju ári. Rannsóknir sýna að með heilbrigðum lífsháttum er hægt að koma í veg fyrir 30% krabbameina. Það gerum við t.a.m. með fræðslu og forvörnum en þriðji hver karlmaður fær krabbamein á lífsleiðinni. Við hjá Umslagi styðjum við þetta átak og hvetjum karlmenn til að vera vakandi og sem flesta til að styðja við Mottumars.
Þorra blótað í Umslagi BloggStarfsmenn
febrúar 3, 2014

Þorra blótað í Umslagi

Að venju blótuðu starfsmenn Umslags Þorra föstudaginn 31. janúar. Hátíðin hófst með óvissuferð og í þetta sinn fengum við að skoða hið merkilega hús Hörpuna. Það var söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir sem leiddi okkur um sali hússins. Við skoðuðum tónleikasalina og í Eldborg fengum við að sjá hvernig hljóðinu er stjórnað í hliðarrýmum salsins. Ferðin endaði svo í Björtuloftum, en ofar verður ekki komist í húsinu. Hulda Björk kvaddi okkur svo með fögrum söng. Henni er þakkað fyrir frábæra leiðsögn. Að þessu loknu var farið í Umslag og byrjað að gæða sér á þorramat, ýmsum veigum og í framhaldi var farið í alls konar leiki með misjöfnum árangri. Þá tók við söngur og ýmis annar hávaði sem ekki verður sagt frá hér.   Eins og alltaf var þessi skemmtun til stórrar fyrirmyndar. Allir nutu stundarinnar og áttu í framhaldi góðar minningar, með einstaka frávikum.  
Bolarnir bestir BloggStarfsmenn
nóvember 20, 2013

Bolarnir bestir

Árlega er haldið keilumót hjá starfsmönnum Umslags og eitt slíkt var haldið 14. nóvember s. l. Fjörið hófst með því að fylgst var með leik Íslendinga og Króata og segja má að frammistaða íslenska liðsins hafi orðið til þess að mikið keppnisskap hljóp í hópinn og sýndu liðin þrjú gríðarlega góða takta og mátti sjá margar óvæntar fellur sem til urðu úr makalausum köstum. (meira…)
Stefnumótunarfundur Umslags Starfsmenn
október 17, 2013

Stefnumótunarfundur Umslags

Árlega er haldinn stefnumótunarfundur hjá okkur í Umslagi þar sem lagðar eru línurnar fyrir næstu misseri. Einn slíkur var haldinn miðvikudaginn 16. október s. l. Öryggishópur fyrirtækisins  kom þá saman og umræðan snerist um hvar við værum stödd í dag og hver næstu skref væru varðandi frekari uppbyggingu Umslags. (meira…)
Árshátíðarferð til Eyja Starfsmenn
október 4, 2013

Árshátíðarferð til Eyja

Starfsmenn Umslags hafa haft þann háttinn á, að halda árshátíð sína á landsbyggðinni annað hvert ár og í þetta sinn urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu. Lagt var af stað til Eyja föstudaginn28. september og áttum í framhaldi ánægjulegt kvöld saman. Á laugardagsmorgninum var síðan farið í frábæra tuðruferð með fyrirtækinu Rib-safari  þar sem siglt var í kringum eyjarnar ásamt því að skoða hella sem leyndust víða í úteyjunum. Þarna fengum við að heyra ýmsar mjög skemmtilegar sögur, sem kryddaðar vou að hætti hússins og jók enn frekar á ánægjuna. (meira…)
Óvissuferð Umslags Starfsmenn
mars 23, 2013

Óvissuferð Umslags

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 9. mars s .l. á vit óvissunar. Fyrsti viðkomustaðurinn var toppurinn á Úlfarsfelli, þar sem útsýnið yfir borgina er alveg einstakt. Vel falin náttúruperla við þröskuld Stór Reykjavíkursvæðisins. (meira…)
Keilukvöld Umslags Starfsmenn
nóvember 15, 2012

Keilukvöld Umslags

Hin árlega keilukeppni Umslags var haldin 15. nóvember s. l. með miklum tilþrifum. Fjögur lið þreyttu keppni sín á milli, og mátti sjá óvenju frumlega takta ásamt því að keppnisskapið var í sínum stað. Einhver hafði á orði að þetta væri ekki spurning um að vinna, heldur vera með. Vinningsliðið var hins vegar sammála um, að það að vinna væri að sjálfsögðu aðalmálið, en það væri allt í lagi þó hinir væru með. (meira…)
Keilan tekin til kostanna Starfsmenn
nóvember 10, 2011

Keilan tekin til kostanna

Hin árlega keiluferð starfsmanna Umslags var haldin 4. nóvember s. l. Þrjú lið kepptu til úrslita, og mátti sjá ýmsa liðlega takta þegar konur og menn köstuðu kúlum í allar áttir. Keppnin var afar hörð, en að lokum fór svo að liðið hér að neðan hafði sigur. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun.