Skip to main content

Keilukvöld Umslags

By nóvember 15, 2012Starfsmenn

Hin árlega keilukeppni Umslags var haldin 15. nóvember s. l. með miklum tilþrifum. Fjögur lið þreyttu keppni sín á milli, og mátti sjá óvenju frumlega takta ásamt því að keppnisskapið var í sínum stað. Einhver hafði á orði að þetta væri ekki spurning um að vinna, heldur vera með. Vinningsliðið var hins vegar sammála um, að það að vinna væri að sjálfsögðu aðalmálið, en það væri allt í lagi þó hinir væru með.

En einstaklingsframtakið var einnig verðlaunað. Þannig voru veitt verðlaun fyrir bestu tilþrifin, björtustu vonina, þrjár fellur í röð og stigahæsta einstaklinginn. En svo voru þeir sem fengu titlana mestu vonbrigðin, lægsta skorið og mesti „lúserinn“. Þar voru mélin brudd og þeir menn munu mæta tvíefldir til leika á næsta ári.