Umslag ehf. fékk það verðuga verkefni að sjá um allt utanumhald í kringum ráðstefnuna Margs konar miðlun sem haldin var á Grand hóteli, föstudaginn 25.10 síðast liðinn og var á vegum SI og Iðunnar fræðsluseturs.
Utanumhaldið fólst í hönnun, heimasíðu, rafrænt fréttabréf og sms sendingar vegna ráðstefnu.
Á ráðstefnunni komu fram þeir M.J Anderson frá fyrirtækinu Trekk í Illinois og Kazuyoshi Suga frá Communication Factory í Singapore ásamt Inga Rafni Ólafssyni, sviðsstjóra Prenttæknisviðs Iðunnar.
Ráðstefnan var í alla staði mjög skemmtileg og áhugaverð. Það sem okkur fannst sérstaklega áhugavert er hvernig prentað efni virkar vel með öðrum miðlum og hvernig samfélagsmiðlar og prentað efni geta unnið saman á árangursríkan hátt.
Mj Anderson og Suga eru ásamt Umslagi meðlimir í alþjóðlegum samtökum sem heita IPN eða International Printers Network.