Fyrirtækið Umslag er 20 ára um þessar mundir en árið 1991 keypti Sveinbjörn Hjálmarsson fyrirtækið og hóf að reka í núverandi mynd. Árið 2010 seldi Sveinbjörn fyrirtækið Sölva Sveinbjörnssyni, núverandi framkvæmdastjóra.
Umslag er eitt stærsta fyrirtækið hér á landi í prentun gagna, áritun, pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Í tilefni þessara tímamóta eru viðskiptavinir og velunnarar Umslags hvattir til að koma við og fá sér kaffisopa í Lágmúla 5. Þar má m. a. skoða Litla ljóta myndagalleríið, en um 150 myndverk má finna um allt fyrirtækið.