Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2015

HeimsóknirStarfsmenn
nóvember 13, 2015

Starfsgleði

Sigríður Hulda náms- og starfsráðgjafi kom til okkar í heimsókn og hjálpaði okkur að takast á við álag og streitu í vinnu. Farið var yfir hrós og endurgjöf frá samstarfsfólki og einnig árangursríkar leiðir í upplýsingateymi innan fyrirtækisins. Lögð var áhersla á að draga fram það jákvæða við vinnustaðinn, hvað hver og einn er að leggja af mörkum til samvinnu og starfsgleði auk þess sem rætt var um lykilþætti í starfsánægju. Hvað þarf að standa vörð um - og hvað má bæta? Endað var á léttum veitingum og allir sammála um að dagurinn hafi verið fræðandi og uppbyggjandi.
BloggStarfsmenn
nóvember 6, 2015

Keilukeppni Umslags

Hin árlega keilukeppni starfsmanna Umslags var haldin 30. október s. l. í Egilshöll.  Tvö lið kepptu til úrslita, og var mikil stemning meðal manna og kvenna og skrautlegir taktar hjá bæði í köstum og fatnaði. Í framhaldi fékk fólk sér mat og drykk og hafði af þessu hina bestu skemmtun um leið og verðlaunin voru veitt fyrir vinningsliðið og einstaklingsframtakið. Við bíðum að venju spennt eftir að taka þátt í mótinu á næsta ári.