Líkt og mörg önnur fyrirtæki hefur Umslag sett sér gildi sem við reynum eftir bestu getu að fylgja. Gildin okkar eru: Þjónusta – lausnir – traust – samheldni. Til að skerpa á þessari gildisvinnu okkar fengum við Maríu Árnadóttur markþjálfa til okkar til að vinna frrekar með okkur í gildismálum.
Starfsfólkinu var skipt upp í fjóra hópa og hver hópur átti í framhaldi að rökstyðja styrk þess gildis sem honum var úthlutað. Í framhaldi átti einn úr hverjum hópi að útskýra þennan rökstuðning. Þessi vinna skilaði mjög góðum árangri og mjög gaman að sjá hvernig hver hópur fyrir sig kynnti niðurstöður sínar.
Þessi vinna mun örugglega styðja enn frekar við þá vinnu sem við starfsmennirnar innum af hendi til að hafa gildin okkar virk. Stefnt er á, að svona yfirferð verði gerð að reglulegum atburði.