Skip to main content

Endurnýjun ISO öryggisvottunar

By maí 3, 2017Blogg, Umslag, Viðurkenningar

Á hverju ári þarf Umslag að endurnýja ISO 27001 öryggisvottun sína sem nær yfir allt fyrirtækið. Slík úttekt var framkvæmd nú í mars af verktaka British Standards Institution (BSI), Ed Barnett.
Það er ánægjulegt að segja frá því að Umslag stóðst úttektina með miklum sóma og nýja útgáfa vottunarinnar er nú orðin virk.

Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu.

ÞETTA ER TRYGGT Á EFTIRFARANDI HÁTT:

Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu.
Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu.
Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði.
Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum.
Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt.
Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt.

Umslag er eina fyrirtækið í prentiðnaði hér á landi sem býður viðskiptavinum sínum upp á vottun af þessu tagi.