Skip to main content
Category

Óflokkað

Skautaferð BloggÓflokkað
janúar 19, 2016

Skautaferð

Starfsmenn Umslags skelltu sér á skauta s.l. helgi með fjölskylduna. Þar var skautað í diskó ljósum við skemmtilega tónlist og gætt sér á heitu súkkulaði. Ýmsir taktar voru sýndir og notuðust sumir við grind til að halda sér standandi sem er hið besta mál.  Um að gera að vera með og skemmta sér í góðum hópi.
Glæsileg stafræn deild FramleiðslaÓflokkað
september 23, 2014

Glæsileg stafræn deild

Nú hefur stafræn prentun og vinnsla í Umslagi verið sameinuð á einu svæði. Í stafrænu deildinni getum við boðið uppá prentun í fjórlit eða svarthvítt,  hönnun, prentun og frágang.  Sérsniðin að þínum þörfum. Þessi breyting er veruleg þar sem stafræn vinnsla var á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins en nú er öll vinnsla á sama stað. Við hvetjum viðskiptavini Umslags að kynna sér þá víðamiklu þjónustu sem boðið er uppá og kíkja í heimsókn.
Úttekt ISO 27001 Óflokkað
maí 6, 2014

Úttekt ISO 27001

Úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags  Á hverju ári á sér stað innri úttekt vegna ISO 27001 öryggisvottunar Umslags. Ein slík var framkvæmd mánudaginn 5. maí s. l. af úttektarmanni frá BSI. Það er ánægjulegt að segja frá því að úttektin gekk mjög vel.  Rétt er að geta þess að Umslag er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags.  Næsta úttekt mun svo eiga sér stað í maí á næsta ári