Skip to main content

Fyrirmyndar Svansvottun

By september 23, 2014maí 27th, 2016Viðurkenningar

 

Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og stærsta rósin í okkar hnappagati hvað það varðar, er Svansvottunin sem Umhverfisstofnun veitir og endurnýjar á ársfresti.

 

Í síðustu endurnýjum stóð Umslag sig með prýði og náði rúmum 80 stigum. Vottunin þar á undan gaf okkur rúm 73 stig svo við megum vel við una. Lágmarksstig sem fyrirtæki þurfa til að fá Svansvottunina eru nú 56 stig.

 

Við viljum nota tækifærið og þakka Umhverfisstofnun fyrir einstaklega gott samstarf og aðstoð sem okkur hefur verið veitt í gegnum tíðina.