Vegna stækkunar stafrænudeildarinnar urðum við að endurskipuleggja skrifstofuhúsnæðið og niðurstaðan var eins og sjá má á þessari mynd. Móttakan er orðin aðeins minni og menn sitja örlítið þéttar en áður. Eigi að síður leggjum við áherslu að fólk komi inní notalegt umhverfi líkt og verið hefur til þessa. T.d. má nefna að Litla ljóta myndagallerýið skipar sama sess og áður þrátt fyrir þessar breytingar. Bjóðum við alla velkomna í heimsókn og skoða gallerýið og fá sér kaffibolla hjá okkur.