Nú hefur stafræn prentun og vinnsla í Umslagi verið sameinuð á einu svæði. Í stafrænu deildinni getum við boðið uppá prentun í fjórlit eða svarthvítt, hönnun, prentun og frágang. Sérsniðin að þínum þörfum.
Þessi breyting er veruleg þar sem stafræn vinnsla var á nokkrum stöðum innan fyrirtækisins en nú er öll vinnsla á sama stað. Við hvetjum viðskiptavini Umslags að kynna sér þá víðamiklu þjónustu sem boðið er uppá og kíkja í heimsókn.