Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa fengið bestu einkunn í styrk-og stöðugleikamati félagsins og telst rekstur þeirra því til fyrirmyndar. Af rúmlega 33.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá verðskulda 462 nafnbótina „Framúrskarandi fyrirtæki 2013“ samkvæmt mati Creditinfo.
Í ræðu fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar kom fram, að það kom honum á óvart hversu strangar reglur giltu fyrir fyrirtæki til að komast í þennan eftirsótta hóp sem er um 1% skráðra fyrirtækja í hluthafaskrá. Hann bætti því jafnframt við, að hann vildi þó ekki tilheyra flokki með 1% fylgi.
Við starfsfólk Umslags erum afar stolt yfir þessari viðurkenningu sem staðfestir að okkar fyrirtæki stenst þær átta kröfur sem fylgja vottuninni. Þar má m. a. nefna að við höfum jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð, að ársniðurstaða sé jákvæð fyrirsama tímabil, að eignir sé 80 milljónir eða meira árin 2010-2012 og að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira rekstrarárin 2010-2012.
Þeir sem vilja skoða listann yfir þau fyrirtæki sem útnefnd voru geta smellt hér