Leikskólinn Furugrund kom í heimsókn til Umslags 3. apríl okkur starfsfólkinu til mikillar ánægju. Með í för voru fóstrurnar Sólveig og Rannveig sem leiddu ungviðið um sali Umslags og sýndu þeim hvað við erum að gera. Allir gestirnar voru mjög ánægðir og fengu að lokum ávaxtasafa og kremkex. Við fengum að vita, að það hefði verið talað um það í marga daga að þessi heimsókn stæði til.
Af og til fáum við svona heimsóknir og ekki má á milli sjá hverjir eru glaðari, starfsfólk Umslags eða litlu gestirnir. Kærar þakkir fyrir að kíkja til okkar
Höfðingleg heimsókn til Umslags