Skip to main content

Heimsókn til Hobbs prentfyrirtækisins

By október 21, 2013maí 27th, 2016Heimsóknir, Umslag
Framkvæmdastjóri og gæðastjóri Umslags heimsóttu prentfyrirtækið Hobbs fyrir stuttu, en þetta fyrirtæki er staðsett í Hampshire í Bretlandi.
Ástæða heimsóknarinnar var m. a. sú að fá kynningu á því hvernig Hobbs hafði innleitt ISO 27001 öryggisstaðalinn ásamt því að skoða hvernig mismunandi verkferlum væri háttað þegar unnið er með trúnaðargögn í prentun, pökkun og hönnun fyrir viðskiptavini Hobbs.
Umslag ehf, er eins og Hobbs, ISO 27001 vottað. Einnig tilheyra þau alþjóðlegum samtökum sem heita IPN (International Printers Network) og því tilvalið að skreppa í heimsókn og deila þekkingu.

Á myndinni hér að ofan má sjá þá framkvæmdastjórana David Hobbs og Sölva Sveinbjörnsson  ásamt myndum af fyrrum framkvæmdastjórum Hobbs. Umslag þakkar fyrir góðar móttökur, ánægjulega heimsókn og er reynslunni ríkari.