Skip to main content
Monthly Archives

mars 2014

BloggStarfsmenn
mars 21, 2014

Óvissuferð Umslags

Á hverju ári heldur starfsfólk Umslags í óvissuferð og er dagskránni haldið vandlega leyndri. Það var því spenntur hópur sem lagði af stað laugardaginn 15. mars s .l. á vit óvissunar. Fyrsti viðkomustaðurinn var við Gullfoss og Geysi þar sem sjóðheit kjötsúpa var snædd og að því búnu var Gullfoss skoðaður í nístingskulda. Að því loknu stóð til að fara á snjósleða en vegna veðurs var ekki hægt að framkvæma það og fór þá bílstjórinn okkar hjá Amazingtours í smá jeppaferð og var rúllað upp í einn snjókarl á toppnum. Þaðan var brunað beint á Laugarvatn og skelltum okkur í Fontana laugar þar sem gufuböðin voru skoðuð og spriklað í Laugarvatni. Það var ansi kalt og hressandi. Að því loknu var farið í kvöldmat á Cafe Mika Reykholti. Eftir góðan snæðing var keyrt í rólegheitum heim með viðkomu í Hveragerði þar sem stoppað var á einum veitingastað og haldin var stutt pílukeppni við mikinn fögnuð. Hópurinn kom svo til Reykjavíkur eftir 11 tíma ferð með ótrúlegar minningar í farskeytinu. Enn einni óvissuferðinni var lokið, með vissu um, að hún yrði endurtekin að ári.
BloggStarfsmenn
mars 13, 2014

Starfsnám hjá Umslagi

Pálmi Sveinsson í starfsnámi hjá Umslagi Pálmi Sveinsson er nemandi í Tækniskólanum og er á þriðja ári í starfsbraut skólans. Undanfarnar vikur hefur hann verið í starfsnámi hjá okkur í Umslagi ásamt umsjónarkennaranum sínum sem heitir Kristín Jónsdóttir. Pálmi og Kristín koma til okkar á þriðjudagsmorgnum og eru hjá okkur í rúmlega tvo tíma.  Pálmi hefur verið að vinna við alls konar frágangsvinnu og segir að það hafi verið mjög gaman að vinna svona störf. Verkstjórarnir Pálmi Sigurðsson og Marco Vroomen hafa verið Pálma innan handar í verkefnunum og Pálmi segir að það sé nú ekki leiðinlegt að vera með þeim strákum.  Við hjá Umslagi höfum einnig haft mikla ánægju af heimsóknum Pálma og Kristínar og hlökkum til þriðjudaganna. Það eru forréttindi að fá svona gott fólk til okkar.  Ámyndinni má sjá frá vinstri þá nafnanna Pálma Sigurðsson og Pálma Sveinsson, Kristínu Jónsdóttur umsjónarkennara og Marco Vroomen.
BloggStarfsmenn
mars 5, 2014

Umslag styður Mottumars

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum þegar Mottumars byrjar á hverju ári. Rannsóknir sýna að með heilbrigðum lífsháttum er hægt að koma í veg fyrir 30% krabbameina. Það gerum við t.a.m. með fræðslu og forvörnum en þriðji hver karlmaður fær krabbamein á lífsleiðinni. Við hjá Umslagi styðjum við þetta átak og hvetjum karlmenn til að vera vakandi og sem flesta til að styðja við Mottumars.