Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.
Í ár verður átakið með nýstárlegum hætti því meðfram sölu á slaufunni ætlum við að vekja athygli á málstaðnum með bleiku uppboði hér á bleikaslaufan.is þar sem hægt verður að bjóða í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði.
Við hjá Umslagi viljum hvetja fyrirtæki og stofnanir að taka þátt í átakinu og leggja þessu góða málefni lið.