Skip to main content

Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottun og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottun. icom-07

Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa.

Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti.  Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu.

Með þessari öryggisvottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði.

 

Þetta er tryggt á eftirfarandi hátt:

  • Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu.
  • Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu.
  • Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði.
  • Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum.
  • Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt.
  • Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt.

 

 

Svansvottun:

Prentsmiðjan Umslag hefur fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfesetingar á góðum árangri í umhverfismálum. icom-08

Umslag hefur ávallt lagt mikla áherslu á umhverfismál og stærsta rósin í okkar hnappagati hvað það varðar, er Svansvottunin sem Umhverfisstofnun veitir og endurnýjar á ársfresti.

Með þessari vottun tryggir fyrirtækið að öll efni sem notuð eru við prentun séu vistvæn og að pappír sem notaður er sé Svansvottaður eða Blómmerktur sé þess kostur.  Með auknu úrvali Svansvottaðrar vöru fyrir neytendur tryggjum við minni álag á umhverfið.