Felix Gylfason hefur verið ráðinn sem markaðs- og sölustjóri hjá Umslag ehf.
Felix lauk B.Sc í markaðsfræðum frá Arizona State University og hefur einnig lokið námi í verkefnastjórnun frá Endurmenntun HÍ. Felix hefur unnið við ýmis markaðs- og kynningarstörf hjá m.a. eMarketing í Arizona, Brimborg, ABS Media, 66°NORÐUR og WOW air. Felix er mikill útivistarmaður og hefur toppað Hvannadalshnúk og Hrútfjallstinda ásamt smærri tindum, hjólað í kringum Ísland og stundar hlaup, golf og skíði.