Nýr bókari hefur tekið til starfa hjá Umslag en Ágúst lét af störfum sl. mánuð. Það er hún Anna Finnbogadóttir sem tók við af honum og hefur hafið störf. Anna er viðurkenndur bókari og er með víðtæka reynslu og starfaði sem hópstjóri í rekstrardeild Íslandsbanka frá árinu 2007 og sem fjármálafulltrúi hjá Samtökum starfsmanna á fjármálamarkaði frá árinu 1997-2007. Þá hefur hún setið ýmis námskeið og eru áhugamál hennar ferðalög, útivera, golf og barnabörnin auðvitað. Einnig er Anna Mosaik leiðbeinandi og heldur námskeið þar sem ýmsir blómapottar og borð eru gerð.