ISO 27001 Öryggisvottun

Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega

Fyrirtækið Umslag hefur nú fengið ISO 27001 öryggisvottun og er fyrst íslenskra fyrirtækja í prentiðnaði til að fá slíka vottunoryggisvottun

Með þessari öryggisvottun er tryggt að Umslag fylgi ströngum kröfum um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnaði.

Vottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og er endurnýjuð árlega af bresku staðlastofunni BSI sem gerir þá úttekt á öllum þáttum sem að vottuninni snúa.

Umslag leggur mikla áherslu á að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni sé framfylgt með viðeigandi hætti.  Slíkt sé vottur um metnað fyrirtækisin til að vera fremst í flokki fyrirtækja í prent- og gagnavinnslu.

Þetta er tryggt á eftirfarandi hátt

  • Fyllsta öryggis er gætt í allri gagnavinnslu.
  • Ströngum verkferlum er beitt við alla vinnslu.
  • Verksmiðju okkar er skipt upp í öryggissvæði.
  • Engir óviðkomandi hafa aðgang að vinnusvæðum.
  • Stöðug eftirfylgni að öllum reglum sé fylgt.
  • Vottunin er endurnýjuð árlega í framhaldi af úttekt.