icom-01Reynslan hefur sýnt að oft næst bestur árangur og mest hagkvæmni þegar viðskiptavinir okkar leita til okkar strax í upphafi verkefnis. Þannig má fyrirbyggja óþarfa tafir, fyrirhöfn og kostnað.

Í grafískri vinnslu Umslags starfar fólk með þekkingu og menntun þegar kemur að grafískri hönnun og margmiðlun. Starfsfólk okkar hefur víðtæka reynslu í hönnun prentverkefna og frágangi útsendinga af ýmsu tagi.

Á sviði margmiðlunar getum við t. d. hannað og virkjað tímarit, sem hægt er að skoða og fletta í spjaldtölvum, s. s. iPad. Þá getum við boðið upp á mismunandi dreifileiðir skilaboða. Sérsniðinn tölvupóstur, SMS-skilaboð eða prentað efni sem sent á markhópa.

Við hönnun markpósts og persónutengds útsendiefnis aðstoðar starfsfólk Umslags viðskiptavini með faglegri ráðgjöf og ábendingum um hugsanlegar leiðir í hönnun og frekari úrvinnslu.