Skip to main content

hönnun2Reynsla okkar hefur sýnt að bestur árangur og mest hagkvæmni næst gjarnan þegar viðskiptavinir leita til okkar strax við upphaf verkefnisins.

Þannig má fyrirbyggja óþarfa tafir, fyrirhöfn og kostnað.

  • Góð hönnun þegar í upphafi gerir alla vinnu einfaldari á síðari stigum.
  • Góð hönnun getur gert gæfumuninn.

Hjá Umslagi starfar fólk með þekkingu og menntun þegar kemur að grafískri hönnun og vinnslu, ekki síst að því er varðar margmiðlun. Starfsfólk fyrirtækisins hefur einnig víðtæka reynslu af hönnun prentverkefna og frágangi dreifipósts af ýmsum toga.

Á sviði margmiðlunar bjóðum við hjá Umslagi meðal annars upp á að hanna og virkja dreifi- eða tímarit, sem hægt er að skoða og fletta í spjaldtölvum, s.s. iPad. Einnig bjóðum við upp á mismunandi dreifileiðir skilaboða, svo sem sérsniðinn tölvupóst, SMS-skilaboð eða prentað efni sem er sent á markhópa.

  • Að rita texta og dreifa honum til markhópa er aðeins hluti af árangursríkri markaðssetningu. Útlitið skiptir oft ekki minna máli en textinn. Þar kemur fagleg hönnun til sögunnar.
  • Hönnun dreifipósts af ýmsum toga skiptir oft meginmáli þegar kemur að árangursríkri markaðssetningu fyrirtækja og félagasamtaka.

Starfsfólk Umslags aðstoðar viðskiptavini fyrirtækisins við hönnun markpósts og persónutengds útsendiefnis með faglegri ráðgjöf og ábendingum um hugsanlegar leiðir í hönnun og frekari úrvinnslu.

Fa-Tilbod-Takki