Frá því árið 2010 hefur Creditinfo valið framúrskarandi fyrirtæki og hefur Umslag verið í þeim hópi frá upphafi.
Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðuleikamati félagsins. Við valið voru síðustu þrír ársreikningar fyirtækja lagðir til grundvallar og þurftu þau meðal annars að sýna fram á jákvæðan rekstrarhagnað og ársniðurstöðu. Sömuleiðis máttu eignir aldrei vera undir 100 milljónum og eiginfjárhlutfall aldrei minna en 20%. Einnig þurftu fyrirtækin að vera í flokki 1-3 CIP áhættumati Creditinfo.