Skip to main content

Hvernig tryggir þú að öll gögn séu til staðar og að réttir aðilar viti af ráðstefnunni þinni? Hafðu samband og við sjáum um framhaldið íconference2
samstarfi við þig.

Við getum hannað og sent fyrir þig prentaðan markpóst með mismunandi skilaboðum.  Nafnamerkt umslög og markpóstinn sjálfan, sent sérhannaðan tövlupóst með tenglum sem vísa á ráðstefnuna.  Sent SMS-skilaboð með völdum skilaboðum og prentað öll gögn s.s. barmmerki, dagskrá eða hvað annað sem  þín ráðstefna þarf á að halda.

 

Ráðstefna

 

Er ráðstefna í undirbúningi?
Umslag aðstoðar þig við allan undirbúning vegna þessa og nýtir sérþekkingu sína á hönnun, nafnamerkingum og útsendingu.

Umslag hannar og prentar auglýsingu til að senda á réttan markhóp með nafni hvers og eins. Einnig getum við séð um hönnun og uppsetningu á heimasíðu með upplýsingum og skráningu.

Að ná athygli fyrir ráðstefnuna
Hanna auglýsingu og senda á lista ef hann er til staðar með góðum fyrirvara. Útbúa Facebook síðu fyrir ráðstefnuna. Tryggja að öll gögn séu með sama útliti.

Skráning
Umslag sér um að senda sérsniðinn tölvupóst á alla um að skráning sé hafin með tengli á heimasíðuna þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum.

Áminning

Senda út SMS skilaboð degi áður og/eða sama dag og ráðstefnan er haldin.
Umslag sér um að senda út SMS-skilaboðin og skrifa textann sem senda á í samráði við ráðstefnuhaldara.

Önnur gögn sem tengjast ráðstefnunni
Umslag sér um að útbúa öll slík gögn, hvort sem um er að ræða hönnun, barmmerki, upplýsingaefni, möppur (nafnamerkt), rúllustandar og annað útprentað efni.

Hvernig get ég nýtt mér upplýsingar frá ráðstefnugestum að ráðstefnu lokinni?
Umslag sendir út könnun um hvernig gestum líkaði ráðstefnan. Gögn úr slíkri könnun má nota við samsetningu á næstu ráðstefnu.